Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 30. ágúst 2024 10:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar skorar á Víkinga - „Mögulega er þetta ekki hægt"
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur verður í Sambandsdeildinni í vetur.
Víkingur verður í Sambandsdeildinni í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það verður líka að hrósa þeim, þeir eru búnir að klára þessa leiki gríðarlega vel.'
'Það verður líka að hrósa þeim, þeir eru búnir að klára þessa leiki gríðarlega vel.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur tryggði sér í gær sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Víkingur vann fyrri leikinn gegn andorrska liðinu UE Santa Coloma 5-0 á Víkingsvelli og liðin gerðu svo markalaust jafntefli í seinni leiknum í gær.

Klukkan 12:30 í dag kemur í ljós hvaða andstæðingum Víkingar geta mætt. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ræddi við Sverri Örn Einarsson, fréttaritara Fótbolta.net, eftir leikinn í gær.

Lestu um leikinn: Santa Coloma 0 -  0 Víkingur R.

„Blikar eiga stórt hrós skilið fyrir að hafa náð að vera fyrsta liðið til að komast í Sambandsdeildina. Við viljum gera betur en þeir í fyrra, viljum líka ná að vinna leik í Sambandsdeildinni og á sama tíma viljum við líka vinna stóru verðlaunin heima. Þetta snýst um að vinna bikara. Okkur langar að gera betur en Breiðablik, það hefur ekki ennþá tekist," segir Arnar.

Hann dreymir um að dragast á móti Chelsea á Stamford Bridge.

Arnar var spurður hvar hann setur þetta afrek í samanburði við titlana sem Víkingur hefur unnið á síðustu árum.

„Þetta er gríðarlega stórt, það er erfitt að velja á milli barnanna sinna. Ég veit alveg að umræðan hefur verið þannig að Víkingur vann alla þessa titla en drullaði upp á bak, ég skil það mjög vel, við hefðum átt gagnrýnina skilið ef við hefðum klúðrað þessu eins og stefndi í eftir fyrstu þrjá leikina í Evrópu í ár. Þetta var ótrúleg Krýsuvíkurleið sem við förum og þetta afrek er þarna uppi með titlunum."

Framundan er risaleikur hjá Víkingi, leikur gegn Val sem situr í þriðja sæti Bestu deildarinnar. Hvernig er að gíra menn í þann leik?

„Þetta er bara mjög spennandi, deildin er mjög spennandi og Valur á séns að komast inn í baráttuna með því að leggja okkur að velli. Það hefur ýmislegt að gerst í okkar Evrópuævintýri, þurft að gera ýmsa hluti sem hafa kannski hleypt Blikunum á toppinn eins og staðan er. Það verður líka að hrósa þeim, þeir eru búnir að klára þessa leiki gríðarlega vel. Það er erfitt að spila á eftir okkur og sjá 6-9 stiga mun. Það er fullt kredit á þá. Ég sé bara fram á virkilega spennandi lokabaráttu og úrslitakeppni."

Gunnar Vatnhamar og Jón Guðni Fjóluson verða í banni gegn Val á sunnudag.

„Við töluðum um það fyrir mót að gera betur en Blikarnir gerðu í fyrra, vera líka með í öllum keppnum og reyna komast í Sambandsdeildina. Mögulega er þetta ekki hægt, mögulega eru þetta einhverjir draumórar, þetta er allavega gríðarlega erfitt. Þetta sumar hefur verið mikil áskorun, handritið hefur ekki alveg verið eftir bókinni."

„Skilaboðin til allra Víkinga eru þau að í þessari stöðu núna er um tvennt að velja. Það er annað hvort að bíða og vona að eitthvað gerist og kannski gerist það, eða þá að virkilega láta á það reyna .Núna erum við búnir að tikka í 1-2 box. Fókusinn er á deildinni núna, svo færist hann yfir á bikarúrslitaleikinn. Af hverju ekki bara að láta á þetta reyna? Það getur vel verið að þetta takist ekki, en við verðum að sjá til þess að við virkilega reynum allt sem í okkar valdi stendur til að gera okkar besta á öllum vígstöðvum,"
sagði Arnar.

Leikurinn gegn Val fer fram á Víkingsvelli klukkan 19:15 á sunnudagskvöld.
Arnar Gunnlaugsson fer vel yfir málin
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 21 14 4 3 50 - 23 +27 46
2.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 21 5 6 10 34 - 42 -8 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner