Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 30. ágúst 2024 07:35
Elvar Geir Magnússon
Gluggadagsslúðrið - Gerir Arsenal tilboð í Sterling?
Powerade
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: EPA
Chelsea er áfram í viðræðum um Osimhen.
Chelsea er áfram í viðræðum um Osimhen.
Mynd: EPA
Gluggadagurinn er í dag. Glugganum verður lokað í enska, spænska og ítalska boltanum klukkan 22:00 í kvöld. Þýska glugganum verður lokað klukkan 18 og franska 21.

Arsenal gæti gert tilboð í Raheem Sterling (29) hjá Chelsea eða Kingsley Coman (28) hjá Bayern München. Félagið hefur rætt um þá báða síðustu daga. (Independent)

Newcastle ætlar að hætta tilraunum til að fá enska varnarmanninn Marc Guehi (24) þar sem félagið er þreytt á að reyna að semja við Crystal Palace. (Sky Sports)

Framtíð Ivan Toney (28) framherja Brentford er algjörlega í lausu lofti á síðasta degi félagaskiptagluggans. (Mirror)

Sádi-arabíska félagið Al-Ahli er bjartsýnt á að fá Victor Osimhen (25) frá Napoli. Chelsea er einnig í viðræðum um að fá nígeríska sóknarmanninn. (Talksport)

Liverpool hefur hafnað tilboði frá Nottingham Forest í írska markvörðinn Caoimhin Kelleher (25). (Athletic)

Chelsea er að nálgast samning við enska kantmanninn Jadon Sancho (24) en það þarf samt ýmislegt að gerast svo samkomulagið gangi upp. (Teamtalk)

Ipswich er að íhuga að reyna að fá franska framherjann Odsonne Edouard (26) frá Crystal Palace eftir félaginu mistókst að fá albanska sóknarmanninn Armando Broja (22) frá Chelsea. (Standard)

Fulham mun ekki kaupa Miguel Almiron (30), paragvæskan leikmann Newcastle. (Mail)

Franski varnarmaðurinn Kurt Zouma (29) hjá West Ham hefur lokið læknisskoðun og er nálægt því að ganga frá lánssamningi við Al-Orouba í Sádi-Arabíu. (Sky Sports)

Chelsea hefur sent Benfica fyrirspurn um portúgalska varnarmanninn Tomas Araujo (22). (Mirror)

Ólíklegt er að skoski miðjumaðurinn Billy Gilmour (23) fari til Napoli í sumar eftir að Matt O'Riley, sem kom nýlega til Brighton, varð fyrir slæmum meiðslum í sínum fyrsta leik. (Telegraph)

Brighton hefur lagt fram 17 milljóna punda tilboð í danska framherjann Conrad Harder (19) hjá Nordsjælland. (Football Insider)

Fulham er að íhuga að gera tilboð í Edon Zhegrova (25), kantmann Lille og Kosóvó. (Football Insider)

Enski varnarmaðurinn George Edmundson (27) hjá Ipswich er á óskalista Middlesbrough. (Yorkshire Post)

Leeds United er á barmi þess að fá svissneska bakvörðinn Isaac Schmidt (24) frá St Gallen. (Sky Sport Þýskalandi)

Hull hefur lagt fram nýtt tilboð í Abu Kamara (21), enskan kantmann Norwich City. (Eastern Daily Press)

Á sama tíma er Hull að reyna að fá Kasey Palmer (27) sóknarmiðjumann Coventry. (Coventry Telegraph)

QPR ætlar að fá skoska hægri bakvörðinn Harrison Ashby (22) á láni frá Newcastle. (West London Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner