Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 30. september 2016 17:00
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Oliver: Skellur ef við náum ekki Evrópusæti
Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Blika.
Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver í baráttunni í fyrri leiknum við Fjölni.
Oliver í baráttunni í fyrri leiknum við Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er að fara í hrikalega mikilvægan leik í lokaumferð Pepsi-deildarinnar á morgun þegar Fjölnir kemur í heimsókn á Kópavogsvöll. Breiðablik er svo gott sem öruggt með Evrópusæti með sigri.

Oliver Sigurjónsson, einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar, segir að stemningin innan herbúða Blika sé góð fyrir þennan lokaleik.

„Allir vilja vinna þennan síðasta leik! Það er búið að vera smá pirringur í mönnum eftir síðustu leiki og æfingarnar í vikunni hafa ekki verið erfiðar, þannig menn eru klárir í að nýta alla sína orku í þennan leik," segir Oliver.

Fjölnismenn eiga einnig möguleika á Evrópusæti og þurfa nauðsynlega að vinna leikinn svo það má búast við hörkuleik á morgun.

„Ég býst við því að menn séu tilbúnir að selja sig dýrt eða ódýrt.., fer eftir hvernig menn vilja orða þetta. Þetta eru tvö góð lið sem eru með marga flotta leikmenn og það verður sótt mikið."

Oliver viðurkennir að tímabilið skráist sem stór vonbrigði í Kópavogi ef ekki tekst að landa Evrópusætinu.

„Jú vissulega! Það yrði skellur fyrir félagið, leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn líka. Við setjum háar kröfur á sjálfan okkur og viljum enda þetta tímabil vel. Ef við erum skarpir í báðum vítateigunum og vinnum okkar einvígi þar, þá erum við líklegir."

Hvað ber að varast við Fjölnisliðið?

„Þeir eru með gott lið, halda boltanum vel og fáir veikleikar í liðinu. Hraðinn á báðum vængjunum og sóknarþungi frá bakvörðunum geta verið hættulegir. Við erum sennilega með fljótustu vörn landsins þannig það hræðir okkur ekki en það ber að varast hæfileika þeirra," segir Oliver Sigurjónsson að lokum.

Lokaumferðin á laugardag
14:00 KR-Fylkir (Alvogenvöllurinn)
14:00 FH-ÍBV (Kaplakrikavöllur)
14:00 Valur-ÍA (Valsvöllur)
14:00 Stjarnan-Víkingur Ó. (Samsung völlurinn)
14:00 Breiðablik-Fjölnir (Kópavogsvöllur)
14:00 Þróttur R.-Víkingur R. (Þróttarvöllur)

Sjá einnig:
Lokaumferðin - Hvað getur gerst?

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður framlengdur næsta laugardag vegna lokaumferðar Pepsi-deildarinnar. Þátturinn verður tveggja tíma lengri en venjan er, milli 12 og 16. Fylgst verður með gangi mála á X-inu þar til flautað verður til leiksloka og úrslit ráðast.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner