Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. júlí 2025 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Minnast ekki orði á Rashford sem missir tíuna
Rashford.
Rashford.
Mynd: EPA
Cunha.
Cunha.
Mynd: Man Utd
Manchester United staðfesti í dag að Matheus Cunha, sem var keyptur frá Wolves í síðasta mánuði, verði í treyju númer tíu hjá félaginu.

Það vekur athygli að í tilkynningu félagsins er ekki minnst einu orði á Marcus Rashford sem var í treyju númer tíu á síðasta tímabili.

Rashford var lánaður til Aston Villa seinni hluta tímabilsins og virðist ekki vera í myndinni hjá United.

Líkurnar á því að Rashford fari frá uppeldisfélaginu fara allavega ekki minnkandi eftir tilkynningunna.

Rashford hefur verið orðaður við Aston Villa, Chelsea, West Ham, Tottenham, Barcelona og Inter síðustu vikur, og mest er talað um Barcelona.

Hann er 27 ára vinstri kantmaður sem lenti upp á kant við stjórann Ruben Amorim í vetur og var í kjölfarið lánaður í burtu.
Athugasemdir
banner