
Árni Freyr Guðnason, þjálfari Fylkis, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann vegna rauða spjaldsins eftir 1-2 tap liðsins gegn ÍR í Lengjudeildinni á föstudaginn.
Hann fékk sjálfkrafa einn leik í bann en refsingin var þyngd vegna skýrslu dómara leiksins.
Mönnum var heitt í hamsi í lok leiksins en Árni, sem lét af störfum hjá ÍR eftir síðasta tímabil til að taka við Fylki, var einn af fjórum sem fengu að líta rauða spjaldið í lok leiksins frá Guðna Páli Kristjánssyni dómara.
Hann fékk sjálfkrafa einn leik í bann en refsingin var þyngd vegna skýrslu dómara leiksins.
Mönnum var heitt í hamsi í lok leiksins en Árni, sem lét af störfum hjá ÍR eftir síðasta tímabil til að taka við Fylki, var einn af fjórum sem fengu að líta rauða spjaldið í lok leiksins frá Guðna Páli Kristjánssyni dómara.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 2 ÍR
Aganefndin hefur metið hegðun Árna sem ofsafengna en eftir leik kom hann aftur inn á völlinn til að fá útskýringar frá dómurunum.
Fylkir fékk 50 þúsund sekt vegna brottvísunar Árna og tvegga leikmanna liðsins; Emil Ásmundsson og Ragnar Bragi Sveinsson fengu einnig að líta rautt.
Þetta hefur verið þungt tímabil fyrir Fylki en liðinu var spáð efsta sæti Lengjudeildarinnar en er hinsvegar aðeins stigi frá fallsæti að loknum ellefu umferð.
Hér má sjá úrskurð aganefndar í heild sinni.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 11 | 7 | 4 | 0 | 20 - 6 | +14 | 25 |
2. Njarðvík | 11 | 6 | 5 | 0 | 29 - 11 | +18 | 23 |
3. HK | 11 | 6 | 3 | 2 | 22 - 12 | +10 | 21 |
4. Keflavík | 11 | 5 | 3 | 3 | 23 - 15 | +8 | 18 |
5. Þróttur R. | 11 | 5 | 3 | 3 | 20 - 18 | +2 | 18 |
6. Þór | 11 | 5 | 2 | 4 | 26 - 19 | +7 | 17 |
7. Völsungur | 11 | 4 | 1 | 6 | 17 - 26 | -9 | 13 |
8. Grindavík | 11 | 3 | 2 | 6 | 25 - 34 | -9 | 11 |
9. Fylkir | 11 | 2 | 4 | 5 | 15 - 17 | -2 | 10 |
10. Fjölnir | 11 | 2 | 3 | 6 | 12 - 24 | -12 | 9 |
11. Leiknir R. | 11 | 2 | 3 | 6 | 12 - 25 | -13 | 9 |
12. Selfoss | 11 | 2 | 1 | 8 | 10 - 24 | -14 | 7 |
Athugasemdir