Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. júlí 2025 19:05
Elvar Geir Magnússon
Mikael Egill mættur í treyju Genoa
Mikael Egill í treyju Genoa.
Mikael Egill í treyju Genoa.
Mynd: Genoa
Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson var formlega kynntur hjá ítalska félaginu Genoa í dag.

Genoa keypti Mikael í lok janúar frá Venezia en hann kláraði hinsvegar tímabilið með Feneyjaliðinu á lánssamningi. Venezia féll niður í B-deildina en Genoa endaði í 13. sæti af 20 liðum í A-deildinni.

Þjálfari Genoa er Patrick Vieira en þessi kunni kappi tók við í nóvember á síðasta ári þegar liðið var einu stigi fyrir ofan fallsæti.

Genoa borgaði um 3,5 milljónir evra fyrir Mikael og er það ein stærsta sala í sögu Venezia.

Mikael er 23 ára fjölhæfur leikmaður sem lék mest sem vængbakvörður hjá Venezia. Hann er í grunninn örvfættur miðjumaður og á 21 landsleik fyrir Ísland.

Mikael Egill fór í viðtal við Fótbolta.net í febrúar og fór yfir aðdragandann að því að Genoa keypti hann.

„Svo kemur þetta upp með Genoa og eftir samtal við bæði Patrick Vieira og Sporting Directorinn þar þá eru þeir með spennandi pælingar sem ég varð bara mjög spenntur fyrir. Þar að auki fæ ég að klára tímabilið hérna hjá Venezia sem er mér mjög mikilvægt því við settum mikla vinnu og þrek að komast í Seria A og mig langar að skilja við klúbbinn þar," sagði Mikael en eins og áður segir tókst Venezia ekki að halda sér uppi.
Athugasemdir
banner