Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
banner
   þri 08. júlí 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Algjört draumastarf fyrir mig. Ég gat ekki sagt neitt annað en já við þessu," sagði Einar Guðnason sem var ráðinn þjálfari kvennaliðs Víkings á dögunum. Fótbolti.net náði tali á honum á fyrstu æfingu liðsins undir hans stjórn í gær.

„Ég hafði einhverja tvo til þrjá daga til að hugsa málið. Þetta tók nú ekki einu sinni tvo til þrjá daga fyrir mig að hugsa málið."

Einar hefur verið búsettur í Svíþjóð undanfarin ár þar sem hann sinnti starfi „transition“ þjálfara hjá Örebro þar sem hann aðstoðaði leikmenn að taka skrefið úr akademíu og inn í aðalliðið og var um tíma aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Þá hefur hann síðastliðin tvö tímabil þjálfað U-19 kvenna í akademíunni hjá Örebro.

Konan hans hefur verið í námi í Svíþjóð en stefnan var alltaf að koma heim í september. „Ég gat ekki sleppt þessu tækifæri þannig ég stökk aðeins fyrr heim," sagði Einar.

Víkingur vann Lengjudeildina sumarið 2023 og varð bikarmeistari sama ár og hafnaði síðan í 3. sæti Bestu deildarinnar síðasta sumar. Liðið er hins vegar í næst neðsta sæti deildarinnar í dag og John Andrews var látinn taka pokann sinn og Einar ráðinn í staðinn. Hann þekkir vel til í Víkinni. Hann spilaði upp alla yngri flokkana, var leikmaður í meistaraflokki, þjálfari yngri flokka, yfirþjálfari barna- og unglingaráðs og síðast aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.

„Þetta er flottur mannskapur og flott lið. Stundum er þetta bara stöngin út. Ég hef fulla trú á því að við náum að snúa þessu við. Við þurfum að breyta aðeins til, herða þær skrúfur sem þarf að herða," sagði Einar.

Fyrsti leikur liðsins undir stjórn Einars verður gegn Stjörnunni þann 25. júlí í Víkinni.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 18 16 1 1 77 - 15 +62 49
2.    FH 18 12 2 4 44 - 21 +23 38
3.    Þróttur R. 18 11 3 4 34 - 22 +12 36
4.    Valur 18 8 3 7 30 - 27 +3 27
5.    Víkingur R. 18 8 1 9 40 - 39 +1 25
6.    Stjarnan 18 8 1 9 31 - 36 -5 25
7.    Þór/KA 18 7 0 11 31 - 41 -10 21
8.    Fram 18 7 0 11 24 - 43 -19 21
9.    Tindastóll 18 5 2 11 22 - 44 -22 17
10.    FHL 18 1 1 16 11 - 56 -45 4
Athugasemdir
banner