Manchester liðin og fleiri vilja Semenyo - Arsenal í viðræðum við Saka - Barcelona bíður með ákvörðun um Rashford
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
Nacho Heras: Hugsaði jafnvel að ég ætti bara að gefast upp
Haraldur Freyr: Fann bara að orkan í okkur var frábær
Sindri Kristinn fullur þakklætis: „Ég er svo hamingjusamur að hafa náð þessu með félaginu mínu"
Hemmi Hreiðars: Held að fólk átti sig ekki á því
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Viktor Jóns: Með breytingum fara menn upp á tærnar
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
   þri 08. júlí 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Algjört draumastarf fyrir mig. Ég gat ekki sagt neitt annað en já við þessu," sagði Einar Guðnason sem var ráðinn þjálfari kvennaliðs Víkings á dögunum. Fótbolti.net náði tali á honum á fyrstu æfingu liðsins undir hans stjórn í gær.

„Ég hafði einhverja tvo til þrjá daga til að hugsa málið. Þetta tók nú ekki einu sinni tvo til þrjá daga fyrir mig að hugsa málið."

Einar hefur verið búsettur í Svíþjóð undanfarin ár þar sem hann sinnti starfi „transition“ þjálfara hjá Örebro þar sem hann aðstoðaði leikmenn að taka skrefið úr akademíu og inn í aðalliðið og var um tíma aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Þá hefur hann síðastliðin tvö tímabil þjálfað U-19 kvenna í akademíunni hjá Örebro.

Konan hans hefur verið í námi í Svíþjóð en stefnan var alltaf að koma heim í september. „Ég gat ekki sleppt þessu tækifæri þannig ég stökk aðeins fyrr heim," sagði Einar.

Víkingur vann Lengjudeildina sumarið 2023 og varð bikarmeistari sama ár og hafnaði síðan í 3. sæti Bestu deildarinnar síðasta sumar. Liðið er hins vegar í næst neðsta sæti deildarinnar í dag og John Andrews var látinn taka pokann sinn og Einar ráðinn í staðinn. Hann þekkir vel til í Víkinni. Hann spilaði upp alla yngri flokkana, var leikmaður í meistaraflokki, þjálfari yngri flokka, yfirþjálfari barna- og unglingaráðs og síðast aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.

„Þetta er flottur mannskapur og flott lið. Stundum er þetta bara stöngin út. Ég hef fulla trú á því að við náum að snúa þessu við. Við þurfum að breyta aðeins til, herða þær skrúfur sem þarf að herða," sagði Einar.

Fyrsti leikur liðsins undir stjórn Einars verður gegn Stjörnunni þann 25. júlí í Víkinni.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 18 16 1 1 77 - 15 +62 49
2.    FH 18 12 2 4 44 - 21 +23 38
3.    Þróttur R. 18 11 3 4 34 - 22 +12 36
4.    Valur 18 8 3 7 30 - 27 +3 27
5.    Víkingur R. 18 8 1 9 40 - 39 +1 25
6.    Stjarnan 18 8 1 9 31 - 36 -5 25
7.    Þór/KA 18 7 0 11 31 - 41 -10 21
8.    Fram 18 7 0 11 24 - 43 -19 21
9.    Tindastóll 18 5 2 11 22 - 44 -22 17
10.    FHL 18 1 1 16 11 - 56 -45 4
Athugasemdir