Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   þri 08. júlí 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Algjört draumastarf fyrir mig. Ég gat ekki sagt neitt annað en já við þessu," sagði Einar Guðnason sem var ráðinn þjálfari kvennaliðs Víkings á dögunum. Fótbolti.net náði tali á honum á fyrstu æfingu liðsins undir hans stjórn í gær.

„Ég hafði einhverja tvo til þrjá daga til að hugsa málið. Þetta tók nú ekki einu sinni tvo til þrjá daga fyrir mig að hugsa málið."

Einar hefur verið búsettur í Svíþjóð undanfarin ár þar sem hann sinnti starfi „transition“ þjálfara hjá Örebro þar sem hann aðstoðaði leikmenn að taka skrefið úr akademíu og inn í aðalliðið og var um tíma aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Þá hefur hann síðastliðin tvö tímabil þjálfað U-19 kvenna í akademíunni hjá Örebro.

Konan hans hefur verið í námi í Svíþjóð en stefnan var alltaf að koma heim í september. „Ég gat ekki sleppt þessu tækifæri þannig ég stökk aðeins fyrr heim," sagði Einar.

Víkingur vann Lengjudeildina sumarið 2023 og varð bikarmeistari sama ár og hafnaði síðan í 3. sæti Bestu deildarinnar síðasta sumar. Liðið er hins vegar í næst neðsta sæti deildarinnar í dag og John Andrews var látinn taka pokann sinn og Einar ráðinn í staðinn. Hann þekkir vel til í Víkinni. Hann spilaði upp alla yngri flokkana, var leikmaður í meistaraflokki, þjálfari yngri flokka, yfirþjálfari barna- og unglingaráðs og síðast aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.

„Þetta er flottur mannskapur og flott lið. Stundum er þetta bara stöngin út. Ég hef fulla trú á því að við náum að snúa þessu við. Við þurfum að breyta aðeins til, herða þær skrúfur sem þarf að herða," sagði Einar.

Fyrsti leikur liðsins undir stjórn Einars verður gegn Stjörnunni þann 25. júlí í Víkinni.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 18 16 1 1 77 - 15 +62 49
2.    FH 18 12 2 4 44 - 21 +23 38
3.    Þróttur R. 18 11 3 4 34 - 22 +12 36
4.    Valur 18 8 3 7 30 - 27 +3 27
5.    Víkingur R. 18 8 1 9 40 - 39 +1 25
6.    Stjarnan 18 8 1 9 31 - 36 -5 25
7.    Þór/KA 18 7 0 11 31 - 41 -10 21
8.    Fram 18 7 0 11 24 - 43 -19 21
9.    Tindastóll 18 5 2 11 22 - 44 -22 17
10.    FHL 18 1 1 16 11 - 56 -45 4
Athugasemdir
banner
banner
banner