Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
   þri 08. júlí 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Algjört draumastarf fyrir mig. Ég gat ekki sagt neitt annað en já við þessu," sagði Einar Guðnason sem var ráðinn þjálfari kvennaliðs Víkings á dögunum. Fótbolti.net náði tali á honum á fyrstu æfingu liðsins undir hans stjórn í gær.

„Ég hafði einhverja tvo til þrjá daga til að hugsa málið. Þetta tók nú ekki einu sinni tvo til þrjá daga fyrir mig að hugsa málið."

Einar hefur verið búsettur í Svíþjóð undanfarin ár þar sem hann sinnti starfi „transition“ þjálfara hjá Örebro þar sem hann aðstoðaði leikmenn að taka skrefið úr akademíu og inn í aðalliðið og var um tíma aðstoðarþjálfari aðalliðsins. Þá hefur hann síðastliðin tvö tímabil þjálfað U-19 kvenna í akademíunni hjá Örebro.

Konan hans hefur verið í námi í Svíþjóð en stefnan var alltaf að koma heim í september. „Ég gat ekki sleppt þessu tækifæri þannig ég stökk aðeins fyrr heim," sagði Einar.

Víkingur vann Lengjudeildina sumarið 2023 og varð bikarmeistari sama ár og hafnaði síðan í 3. sæti Bestu deildarinnar síðasta sumar. Liðið er hins vegar í næst neðsta sæti deildarinnar í dag og John Andrews var látinn taka pokann sinn og Einar ráðinn í staðinn. Hann þekkir vel til í Víkinni. Hann spilaði upp alla yngri flokkana, var leikmaður í meistaraflokki, þjálfari yngri flokka, yfirþjálfari barna- og unglingaráðs og síðast aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.

„Þetta er flottur mannskapur og flott lið. Stundum er þetta bara stöngin út. Ég hef fulla trú á því að við náum að snúa þessu við. Við þurfum að breyta aðeins til, herða þær skrúfur sem þarf að herða," sagði Einar.

Fyrsti leikur liðsins undir stjórn Einars verður gegn Stjörnunni þann 25. júlí í Víkinni.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 18 16 1 1 77 - 15 +62 49
2.    FH 18 12 2 4 44 - 21 +23 38
3.    Þróttur R. 18 11 3 4 34 - 22 +12 36
4.    Valur 18 8 3 7 30 - 27 +3 27
5.    Víkingur R. 18 8 1 9 40 - 39 +1 25
6.    Stjarnan 18 8 1 9 31 - 36 -5 25
7.    Þór/KA 18 7 0 11 31 - 41 -10 21
8.    Fram 18 7 0 11 24 - 43 -19 21
9.    Tindastóll 18 5 2 11 22 - 44 -22 17
10.    FHL 18 1 1 16 11 - 56 -45 4
Athugasemdir
banner
banner
banner