Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. júlí 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Moyes vill McGinn en Emery ætlar ekki að sleppa honum
Mynd: EPA
David Moyes, stjóri Everton, er að skoða möguleika á að styrkja liðið og vill ólmur fá landa sinn John McGinn, fyrirliða Aston Villa og landsliðsmann Skota.

Moyes hefur miklar mætur á McGinn sem hefur spilað stórt hlutverk hjá Villa síðan hann kom til félagsins frá Hibernian árið 2018.

Breska ríkisútvarpið segir að Unai Emery, stjóri Villa, vilji ekki missa þennan þrítug miðjumann úr liði sínu og félagið sé ekki með nein áforum um að selja hann.

Everton fékk Carlos Alcaraz til sín í sumar og endurnýjaði samning Idrissa Gueye. Félagið hefur misst Abdoulaye Doucouré og hyggst bæta við hópinn.
Athugasemdir
banner
banner