Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. júlí 2025 09:09
Elvar Geir Magnússon
Kota Takai til Tottenham (Staðfest)
Kota Takai.
Kota Takai.
Mynd: Tottenham
Tottenham hefur keypt japanska varnarmanninn Kota Takai frá Kawasaki Frontale í heimalandi hans, fyrir 5 milljónir punda.

Takai er 20 ára og hefur skrifað undir fimm ára samning.

Hann á fjóra landsleiki fyrir Japan en hann lék sinn fyrsta landsleik í undankeppni HM, gegn Kína, í september.

Takai lék lykilhlutverk þegar Kawasaki Frontale vann japanska ofurbikarinn 2024 og var valinn besti ungi leikmaður landsins það ár.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem Tottenham fær í sumar, eftir að félagið keypti Kevin Danso og Mathys Tel sem voru hjá félaginu á láni.
Athugasemdir