Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. júlí 2025 21:00
Brynjar Ingi Erluson
Fyrirliðinn sigraðist á krabbameini í annað sinn
Mynd: Las Palmas
Kirian Rodriguez, fyrirliði Las Palmas á Spáni, hefur sigrast á krabbameini í annað sinn á þremur árum og er klár í nýtt tímabil.

Rodriguez, sem er 29 ára gamall, greindist með eitilfrumukrabbamein í ágúst árið 2022 en sigraði það og sneri aftur á völlinn átta mánuðum síðar.

Meinið kom aftur upp í febrúar á þessu ári og hélt það honum frá vellinum út tímabilið.

Las Palmas hefur nú staðfest annan sigur Rodriguez á meininu og hefur hann staðist læknisskoðun fyrir komandi tímabil.

Félagið komið með fyrirliðann sinn aftur og það á mikilvægum tímapunkti. Las Palmas féll niður í B-deildina á síðasta tímabili og stefnir að því að komast aftur upp.


Athugasemdir