Kirian Rodriguez, fyrirliði Las Palmas á Spáni, hefur sigrast á krabbameini í annað sinn á þremur árum og er klár í nýtt tímabil.
Rodriguez, sem er 29 ára gamall, greindist með eitilfrumukrabbamein í ágúst árið 2022 en sigraði það og sneri aftur á völlinn átta mánuðum síðar.
Meinið kom aftur upp í febrúar á þessu ári og hélt það honum frá vellinum út tímabilið.
Las Palmas hefur nú staðfest annan sigur Rodriguez á meininu og hefur hann staðist læknisskoðun fyrir komandi tímabil.
Félagið komið með fyrirliðann sinn aftur og það á mikilvægum tímapunkti. Las Palmas féll niður í B-deildina á síðasta tímabili og stefnir að því að komast aftur upp.
???????? ¡Esta mañana, Kirian completó el reconocimiento médico de cara al inicio de una nueva temporada!
— UD Las Palmas (@UDLP_Oficial) July 8, 2025
Con su compromiso de siempre y esa energía que contagia, empieza el camino de vuelta. ????????
???? @HPS_Hospitales
#PretemporadaUD #LaUniónHaceLasPalmas #SeremosMásUnión @LaLiga… pic.twitter.com/kud6jG2pN4
Athugasemdir