Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. júlí 2025 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Daníel fremstur í öruggum sigri Malmö - Hákon skoraði í fyrsta æfingaleik tímabilsins
Daníel Tristan byrjaði í fyrsta Meistaradeildarleik sínum
Daníel Tristan byrjaði í fyrsta Meistaradeildarleik sínum
Mynd: Malmö FF
Hákon Arnar er kominn á blað á undirbúningstímabilinu
Hákon Arnar er kominn á blað á undirbúningstímabilinu
Mynd: EPA
Daníel Tristan Guðjohnsen spilaði sem fremsti maður í öruggum 3-1 sigri Malmö á Iberia í 1. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í dag.

Framherjinn hefur verið að spila ágætlega með Malmö undanfarið og komið við sögu í tíu leikjum í sænsku deildinni.

Hann hafði aðeins spilað einn Evrópuleik með liðinu fram að leiknum í dag, en þetta var sá fyrsti í Meistaradeildinni, og vonandi einn af mörgum.

Daníel, sem er 19 ára gamall, spilaði klukkutímaleik. Arnór Sigurðsson var á bekknum en kom ekkert við sögu.

Guðmundur Þórarinsson var ekki í hópnum hjá Noah sem vann 1-0 sigur á Buducnost frá Svartfjallalandi.

Jón Dagur Þorsteinsson byrjaði hjá Herthu Berlín sem lagði TSV Havelse að velli, 3-2, í æfingaleik.

Hákon Arnar Haraldsson, varafyrirliði íslenska landsliðsins, var á skotskónum með franska liðinu Lille er það vann varalið Gent, 2-0, í æfingaleik í dag.

Þetta var fyrsti leikur Lille á undirbúningstímabilinu en Skagamaðurinn skoraði fyrra mark liðsins.

Hákon átti frábæra móttöku í teignum, sem fíflaði markvörðinn og var eftirleikurinn afar auðveldur fyrir Hákon sem er kominn á blað.


Athugasemdir
banner