Sænski landsliðsmaðurinn Gabriel Gudmundsson er genginn í raðir nýliða Leeds United í ensku úrvalsdeildinni.
Gudmundsson er 26 ára vinstri bakvörður og hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Leeds en hann er keyptur á 10 milljónir punda frá Lille í Frakklandi.
Gudmundsson er 26 ára vinstri bakvörður og hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Leeds en hann er keyptur á 10 milljónir punda frá Lille í Frakklandi.
Guðmundsson spilaði 45 leiki síðasta tímabil fyrir Lille-liðið sem endaði í fimmta sæti í frönsku deildinni og missti naumlega af sæti í Meistaradeildinni.
Gudmundsson er fyrrum leikmaður Halmstad og Gröningen. Hann getur leyst stöðu kantmanns og miðvarðar en hans aðalstaða er vinstri bakvörður.
Pabbi hans, Niklas Gudmundsson, lék einnig fyrir sænska landsliðið og þá lék hann fyrir Blackburn og Ipswich í enska boltanum.
Gudmundsson er fjórði leikmaðurinn sem Leeds fær í sumar eftir að varnarmennirnir Sebastiaan Bornauw og Jaka Bijol komu til félagsins auk þýska framherjans Lukas Nmecha.
Lið Daniel Farke byrjar nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni á heimavelli gegn Everton 18. ágúst.
???? GABI IS HERE! pic.twitter.com/ESWUYMxJu4
— Leeds United (@LUFC) July 8, 2025
Athugasemdir