Fluminense og Chelsea eigast við í undanúrslitum HM félagsliða klukkan 19:00 á MetLife-leikvanginum í New Jersey í kvöld.
Brasilíumaðurinn Thiago Silva er á sínum stað í byrjunarliði Fluminense og mun því mæta sínum gömlu félögum í Chelsea.
Fluminense er eini fulltrúi Brasilíu og Suður-Ameríku í undanúrslitum á meðan Chelsea ber kyndilinn fyrir Englendinga.
Joao Pedro byrjar sinn fyrsta leik með Chelsea og með honum í sókninni er franski leikmaðurinn Christopher Nkunku. Levi Colwill er í banni og þá er Romeo Lavia meiddur.
Fluminense: Fabio; Ignacio, Thiago Silva, Thiago Santos; Guga, Bernal, Hércules, Nonato, René; Arias, Cano
Chelsea: Sánchez; Gusto, Tosin, Chalobah, Cucurella; Enzo Fernández, Caicedo; Pedro Neto, Palmer, Nkunku; Joao Pedro
Athugasemdir