Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 30. september 2016 19:16
Mist Rúnarsdóttir
Steini Halldórs: Stjarnan vel að titlinum komnar
Kvenaboltinn
Þorsteinn tapaði í fyrsta skipti deildarleik sem þjálfari Breiðabliks
Þorsteinn tapaði í fyrsta skipti deildarleik sem þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Það eru vonbrigði að hafa tapað þessum leik. Við svosem gerðum okkur ekkert von um að vinna mótið miðað við þá leiki sem Stjarnan átti eftir en mig langar að byrja á að óska Stjörnunni til hamingju með titilinn. Þær eru vel að þessu komnar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson eftir að hafa þurft sætta sig við tap gegn Val en Blikar hafa ekki tapað deildarleik síðan í júlí 2014.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

„Hinsvegar er sumrinu reyndar ekki lokið hjá okkur. Við eigum Evrópuleikinn eftir þannig að við erum ekki farin í frí ennþá.“

Um leikinn hafði Þorsteinn þetta að segja:

„Þetta er barningur. Við sköpum okkur fín færi og erum yfir í spili en þær eru náttúrlega alltaf hættulegar í skyndisóknum. Við fengum alveg nógu góð færi til að skora og jafna þennan leik hið minnsta.“

Umdeilt atvik kom upp í seinni hálfleik en þá skoraði Fanndís mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. Það stóð afar tæpt og ljóst að við þurfum að skoða sjónvarpsupptökur af atvikinu til að sjá hvort að um réttan dóm hafi verið að ræða. Þorsteinn sagðist ekki treysta sér til að dæma um hvort Fanndís hafi verið fyrir innan en hún meiddist í samstuði í kjölfarið á markinu og þurfti að fara af velli.

„Þetta var ljótur skurður. Hrufl niður eftir öllum leggnum á henni. Einhvern tímann hefðu með fengið spjald fyrir það þó að dómarinn hafi verið búinn að flauta,“ sagði Þorsteinn sem vonast til að Fanndís verði klár fyrir Evrópukeppnina.

„Það er spennandi verkefni. Við verðum að gefa okkur nokkra daga í að koma okkur í gírinn fyrir það og gleyma þessu. Íslandsmótið er búið og það er þetta mót sem er eftir hjá okkur. Við þurfum að eiga góðan leik á miðvikudaginn og þurfum að undirbúa okkur vel og gíra okkur vel í það.“
Athugasemdir
banner
banner