Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   lau 30. september 2023 14:10
Aksentije Milisic
Myndband: Sjálfsmark Sergio Ramos kom Barcelona á toppinn
Ramos svekktur í gær.
Ramos svekktur í gær.
Mynd: EPA

Barcelona og Sevilla áttust við í hörkuleik í gær í spænska boltanum en staðan var markalaus allt þar til um fimmtán mínútur voru til leiksloka.


Sergio Ramos, fyrrverandi leikmaður Real Madrid, gekk í raðir uppeldisfélags síns, Sevilla, fyrir tímabilið og var hann í byrjunarliðinu í gær og átti mjög góðan leik framan af. Það var hins vegar á 76. mínútu sem Ramos gerði sig sekan um klaufaleg mistök.

Hinn ungi og efnilegi Lamine Yamal fékk þá sendingu sem hann skallaði fyrir markið og þar voru Ramos mislagðar fætur. Hann setti boltann í eigið net af stuttu færi og reyndist þetta sigurmark Börsunga. Með þessum sigri fór Barcelona tímabundið á toppinn hið minnsta.

Svekkjandi fyrir Ramos sem hafði staðið vaktina með prýði í leiknum fram að þessu en þetta klaufalega sjálfsmark hjá honum má sjá hérna.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 34 25 4 5 91 33 +58 79
2 Real Madrid 34 23 6 5 69 33 +36 75
3 Atletico Madrid 34 19 10 5 56 27 +29 67
4 Athletic 34 16 13 5 50 26 +24 61
5 Villarreal 34 16 10 8 60 47 +13 58
6 Betis 34 16 9 9 52 42 +10 57
7 Celta 34 13 7 14 52 52 0 46
8 Osasuna 34 10 14 10 42 50 -8 44
9 Vallecano 34 11 11 12 36 42 -6 44
10 Mallorca 34 12 8 14 31 39 -8 44
11 Real Sociedad 34 12 7 15 32 37 -5 43
12 Valencia 34 10 12 12 40 51 -11 42
13 Getafe 34 10 9 15 31 31 0 39
14 Espanyol 34 10 9 15 36 44 -8 39
15 Sevilla 34 9 11 14 37 46 -9 38
16 Girona 34 10 8 16 41 52 -11 38
17 Alaves 34 8 11 15 35 46 -11 35
18 Las Palmas 34 8 8 18 40 56 -16 32
19 Leganes 34 6 13 15 32 51 -19 31
20 Valladolid 34 4 4 26 25 83 -58 16
Athugasemdir
banner
banner