Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   lau 30. september 2023 21:28
Arnar Laufdal Arnarsson
"Það verður einhver þvæla, bara eitthvað algjört rugl"
Lengjudeildin
Fyrirliðinn
Fyrirliðinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Til hamingju Vestri
Til hamingju Vestri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Við höfum eiginlega gert þetta fyrir hvert einasta tímabil núna síðustu 5-6 ár þá kemur Sammi framkvæmdarstjóri alltaf með þetta um að fara upp um deild en við pössuðum okkur á því núna í vor að gera það ekki þannig kannski hefur það einhver áhrif" Sagði Elmar Atli Garðarsson fyrirliði Vestra í viðtali eftir leik þar sem að Vestri tryggðu sér sæti í deild þeirra bestu árið 2024.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Afturelding

Það vissu allir hversu mikið var undir í þessum leik og það sást á spilamennsku beggja liða í dag.

"Algjörlega, mér fannst við geta spilað í auka 90 mínútur í viðbót og við værum ekki ennþá búnir að fá á okkur mark í þessum leik, er ekki að segja það hafi kannski verið sanngjarnt að við hefðum skorað en það gerðist það sem átti að gerast"

Hvernig fóru Vestri að því að fara upp úr þessari deild?

"Við höfum bara trú á þessu, um leið og við vissum það væri séns að spila í þessu umspili þá höfðu menn trú á verkefninu og Davíð sagði okkur fyrir leikinn það er búin að hanga mynd af Laugardalsvelli inn í klefa hjá okkur síðan í júlí þannig þetta var alltaf markmiðið"

Hvernig sér Elmar restina af kvöldinu fyrir sér?

"Það verður einhver þvæla, ég bara veit það ekki sko það verður bara eitthvað algjört rugl" Sagði Elmar í virkilega góðum gír.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner