"Við höfum eiginlega gert þetta fyrir hvert einasta tímabil núna síðustu 5-6 ár þá kemur Sammi framkvæmdarstjóri alltaf með þetta um að fara upp um deild en við pössuðum okkur á því núna í vor að gera það ekki þannig kannski hefur það einhver áhrif" Sagði Elmar Atli Garðarsson fyrirliði Vestra í viðtali eftir leik þar sem að Vestri tryggðu sér sæti í deild þeirra bestu árið 2024.
Lestu um leikinn: Vestri 1 - 0 Afturelding
Það vissu allir hversu mikið var undir í þessum leik og það sást á spilamennsku beggja liða í dag.
"Algjörlega, mér fannst við geta spilað í auka 90 mínútur í viðbót og við værum ekki ennþá búnir að fá á okkur mark í þessum leik, er ekki að segja það hafi kannski verið sanngjarnt að við hefðum skorað en það gerðist það sem átti að gerast"
Hvernig fóru Vestri að því að fara upp úr þessari deild?
"Við höfum bara trú á þessu, um leið og við vissum það væri séns að spila í þessu umspili þá höfðu menn trú á verkefninu og Davíð sagði okkur fyrir leikinn það er búin að hanga mynd af Laugardalsvelli inn í klefa hjá okkur síðan í júlí þannig þetta var alltaf markmiðið"
Hvernig sér Elmar restina af kvöldinu fyrir sér?
"Það verður einhver þvæla, ég bara veit það ekki sko það verður bara eitthvað algjört rugl" Sagði Elmar í virkilega góðum gír.
Athugasemdir