Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   lau 30. september 2023 21:28
Arnar Laufdal Arnarsson
"Það verður einhver þvæla, bara eitthvað algjört rugl"
Lengjudeildin
Fyrirliðinn
Fyrirliðinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Til hamingju Vestri
Til hamingju Vestri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Við höfum eiginlega gert þetta fyrir hvert einasta tímabil núna síðustu 5-6 ár þá kemur Sammi framkvæmdarstjóri alltaf með þetta um að fara upp um deild en við pössuðum okkur á því núna í vor að gera það ekki þannig kannski hefur það einhver áhrif" Sagði Elmar Atli Garðarsson fyrirliði Vestra í viðtali eftir leik þar sem að Vestri tryggðu sér sæti í deild þeirra bestu árið 2024.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Afturelding

Það vissu allir hversu mikið var undir í þessum leik og það sást á spilamennsku beggja liða í dag.

"Algjörlega, mér fannst við geta spilað í auka 90 mínútur í viðbót og við værum ekki ennþá búnir að fá á okkur mark í þessum leik, er ekki að segja það hafi kannski verið sanngjarnt að við hefðum skorað en það gerðist það sem átti að gerast"

Hvernig fóru Vestri að því að fara upp úr þessari deild?

"Við höfum bara trú á þessu, um leið og við vissum það væri séns að spila í þessu umspili þá höfðu menn trú á verkefninu og Davíð sagði okkur fyrir leikinn það er búin að hanga mynd af Laugardalsvelli inn í klefa hjá okkur síðan í júlí þannig þetta var alltaf markmiðið"

Hvernig sér Elmar restina af kvöldinu fyrir sér?

"Það verður einhver þvæla, ég bara veit það ekki sko það verður bara eitthvað algjört rugl" Sagði Elmar í virkilega góðum gír.
Athugasemdir
banner
banner