De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   lau 30. september 2023 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Trent Alexander-Arnold snýr aftur eftir meiðsli
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jürgen Klopp svaraði spurningum á fréttamannafundi í gær fyrir stórleik Liverpool gegn Tottenham sem fer fram í dag. Þar gæti Trent Alexander-Arnold komið við sögu eftir að hafa verið fjarverandi síðustu vikur og misst af fjórum leikjum liðsins.

Stefan Bajcetic og Thiago Alcantara eru einnig fjarri góðu gamni vegna meiðsla en aðrir leikmenn eru við fulla heilsu, þar með talinn Joe Gomez sem missti af endurkomusigrinum gegn Leicester City í miðri viku. Curtis Jones byrjaði í hægri bakverði í fjarveru Gomez og Trent.

„Við eigum eftir að taka ákvörðun varðandi Trent en það lítur út fyrir að hann geti spilað. Annars eru bara Stefan og Thiago meiddir, aðrir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn," sagði Klopp, sem var svo spurður út í nýju peningana sem eru komnir inn í félagið eftir að Fenway Sports Group seldi lítinn hlut í Liverpool til Dynasty Equity fyrir rúmlega 100 milljónir punda.

„Þessir peningar munu ekki fara í nýja leikmenn þó að ég skilji vilja stuðningsmanna til að bæta liðið með nýjum fótboltamönnum. Við þurfum að huga að öðrum hlutum, við erum að byggja nýja stúku sem mun bæta andrúmsloftið á Anfield og erum komnir með nýtt æfingasvæði. Auk þess keyptum við Melwood (gamla æfingasvæðið) til baka. Þetta eru allt hlutir sem munu hjálpa félaginu ómælanlega mikið á komandi árum og vonandi áratugum.

„Við þurfum að samþykkja alla þá hjálp sem býðst eftir að við misstum af Meistaradeildinni. Það er högg fyrir félagið fjárhagslega að missa af Meistaradeild Evrópu en okkur tókst samt að styrkja okkur í sumar sem eru frábærar fréttir. Þessir peningar verða notaðir í mikilvægt uppbyggingarstarf innan félagsins."


Liverpool er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur, með 16 stig úr 6 umferðum, tveimur stigum eftir toppliði Manchester City.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 11 3 1 31 12 +19 36
2 Liverpool 14 9 4 1 32 14 +18 31
3 Man City 14 9 3 2 36 16 +20 30
4 Aston Villa 14 9 2 3 33 20 +13 29
5 Tottenham 14 8 3 3 28 20 +8 27
6 Newcastle 14 8 2 4 32 14 +18 26
7 Man Utd 14 8 0 6 16 17 -1 24
8 Brighton 14 6 4 4 30 26 +4 22
9 West Ham 14 6 3 5 24 24 0 21
10 Chelsea 14 5 4 5 25 22 +3 19
11 Brentford 14 5 4 5 22 19 +3 19
12 Wolves 15 5 3 7 20 25 -5 18
13 Crystal Palace 14 4 4 6 14 19 -5 16
14 Fulham 14 4 3 7 16 26 -10 15
15 Nott. Forest 14 3 4 7 16 22 -6 13
16 Bournemouth 14 3 4 7 16 30 -14 13
17 Luton 15 2 3 10 14 28 -14 9
18 Everton 14 5 2 7 15 20 -5 7
19 Burnley 15 2 1 12 15 33 -18 7
20 Sheffield Utd 14 1 2 11 11 39 -28 5
Athugasemdir
banner
banner
banner