Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
banner
   mán 30. september 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Allegri á blaði hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Max Allegri, fyrrum þjálfari Milan og Juventus, er sagður á blaði hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United, en þetta kemur fram á Caught Offside

Ten Hag situr þessa stundina í heitu sæti hjá United og eru fjölmiðlar þegar farnir að velta fyrir sér hver gæti tekið við stöðunni af honum.

Caught Offside sagði frá því í gær að ítalski þjálfarinn Max Allegri sé ofarlega á blaði hjá United.

Í fréttinni kemur fram að nokkrir stjórnarmenn hjá United telja Allegri vera rétta manninn í starfið. Allegri stýrði síðast Juventus á Ítalíu, en var látinn fara eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu eftir bikarúrslitaleikinn gegn Atalanta undir lok síðasta tímabils.

Ekki er útlit fyrir að Ten Hag verði látinn taka poka sinn í þessari viku. Talið er að hann fái fleiri leiki til að snúa gengi liðsins við, en stjórnin er engu að síður byrjuð að þreifa fyrir sér á markaðnum.

Ruud van Nistelrooy, aðstoðarmaður Ten Hag, hefur einnig verið orðaður við stöðuna ásamt Graham Potter, Thomas Tuchel og Ole Gunnar Solskjær.

United hefur aðeins náð í sjö stig í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er átta stigum á eftir toppliði Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner