Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 30. október 2020 18:38
Magnús Már Einarsson
Var í sturtu þegar hún frétti af Íslandsmeistaratitlinum
Blikar fagna á Zoom
Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fjórtán mörk í sumar.
Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fjórtán mörk í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var í sturtu þegar pabbi kallaði á mig og sagði til hamingju með Íslandsmeistartitilinn," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Breiðabliks, við Fótbolta.net í kvöld.

Breiðablik er sigurvegari í Pepsi Max-deild kvenna í sumar en þetta varð ljóst eftir að KSÍ tilkynnti að keppni verði ekki haldið áfram á Íslandsmótinu í ár vegna kórónuveirunnar.

„Maður var að bíða eftir þessu. Ég hefði viljað klárað mótið og bikarinn líka en þetta er í lagi."

„Þetta var frábært tímabil hjá okkur og ég er mjög sátt með allt saman. Það er í lagi að þetta svona."

Sveindís og fleiri leikmenn Breiðabliks eru í sóttkví eftir að hafa komið aftur til landsins eftir landsleikinn gegn Svíum í vikunni. Fagnaðarlæti Blika verða með óhefðbundnum hætti í ár.

„Við ætlum að hittast á Zoom klukkan átta. Það verður skálað á Zoom," sagði Sveindís og hló.

Sveindís Jane var í láni hjá Breiðabliki frá Keflavík á nýliðnu tímabili. Erlend félög hafa sýnt Sveindísi áhuga og hún veit ekki hvað tekur við næsta sumar.

„Ég veit voðalega lítð. Mig langar út en ég veit ekki hvert út. Mig langar líka að taka eitt venjuleg tímabil, ekki svona Covid tímabil, hérna heim. Það er ekkert ákveðið," sagði Sveindís að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner