Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 30. nóvember 2019 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markvörður West Ham grét eftir sigurinn - Faðmaði föður sinn
David Martin eftir leikinn.
David Martin eftir leikinn.
Mynd: Getty Images
David Martin, markvörður West Ham, grét eftir að hafa haldið hreinu í 1-0 útisigri á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Hinn 33 ára gamli Martin var að spila sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Hann var eitt sinn á mála hjá Liverpool, en var ekki aðalmarkvörður þar. Hann hefur undanfarin ár leikið í B- og C-deild á Englandi, en í dag fékk hann loksins stóra tækifærið í úrvalsdeildinni.

Hann var fenginn til West Ham fyrir þetta tímabil og kom hann inn í liðið í dag fyrir Roberto, sem hefur ekki heillað með frammistöðu sinni. Lukas Fabianski, aðalmarkvörður West Ham, er meiddur.

Eftir leikinn féll Martin til jarðar og grét. Liðsfélagar hans voru fljótir að hlaupa í áttina að honum.

Hann fagnaði sigrinum með liðsfélögum sínum, en hljóp svo upp í fjölmiðlabox þar sem faðir hans, Alvin, var. David faðmaði föður sinn innilega.

Alvin Martin spilaði með West Ham í um 20 ár sem leikmaður og það var væntanlega gaman fyrir hann að sjá son sinn spila fyrir félagið.



Athugasemdir
banner
banner