Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 30. nóvember 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Barcelona reynir að fá Adeyemi
Karim Adeyemi er spennandi leikmaður.
Karim Adeyemi er spennandi leikmaður.
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur stigið fyrsta skrefið í því að reyna að fá Karim Adeyemi, einn mest spennandi sóknarleikmann Evrópuboltans.

Adeyemi hefur leikið fantavel fyrir RB Salzburg í Austurríki. Þessi 19 ára strákur er með þrjú mörk og eina stoðsendingu í Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Ofan á það er hann kominn með 15 mörk í austurríska boltanum.

Barcelona vill styrkja sóknarlínu sína og Mundo Deportivo segir að félagið hafi þegar látið Salzburg vita að það sé til í að greiða 40 milljónir evra fyrir leikmanninn. Hvort Barca geti eytt svona hárri upphæð í janúarglugganum er svo önnur spurning.

Stjórn Barcelona er að vinna að því að geta gert tilboð í leiknanninn. Xavi, stjóri liðsins, vill fá styrkingu í fremstu línu.

Það er fróðlegt að sjá hvort Barcelona, sem á í fjárhagserfiðleikum, nær að setja saman tilboð og hvort Salzburg sé til í að selja fyrir þá upphæð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner