Spænskir fjölmiðlar segja að Florentino Perez, forseti Real Madrid, ætli að ræða við Carlo Ancelotti eftir spilamennsku liðsins upp á síðkastið.
Ancelotti hefur unnið fjórtán titla sem stjóri Real Madrid, þar af þrjá Meistaradeildartitla. Real er ríkjandi Evrópumeistari en frammistaðan í 2-0 tapinu gegn Liverpool skapaði áhyggjur.
Ancelotti hefur unnið fjórtán titla sem stjóri Real Madrid, þar af þrjá Meistaradeildartitla. Real er ríkjandi Evrópumeistari en frammistaðan í 2-0 tapinu gegn Liverpool skapaði áhyggjur.
Real Madrid er nú í 24. sæti Meistaradeildarinnar með tvo sigra og þrjá tapleiki eftir fimm leiki. Hætta er á að liðið komist ekki í útsláttarkeppnina.
Í La Liga er liðið fjórum stigum frá toppnum og hefur skorað fjórtán mörkum færra en Barcelona þrátt fyrir að vera með nokkra af bestu sóknarleikmönnum heims.
Þetta hefur myndað pressu á Ancelotti. Spænskir sparkspekingar segja að Perez og Ancelotti séu vanir því að funda þegar það er eitthvað bras á liðinu. Nú hinsvegar telji stjórnarmenn félagsins að liðið sé að ganga í gegnum sinn erfiðasta kafla í fimm ár.
Menn eru þó meðvitaðir um meiðslavandræðin en Vinicius Jnr, Rodrygo, David Alaba, Eder Militao, Dani Carvajal og Aurelien Tchouameni eru allir á meiðslalistanum. Þá hafa leikmenn eins og Jude Bellingham og Kylian Mbappe ekki náð að sýna sínar bestu hliðar.
Real Madrid mætir Getafe á morgun og á svo erfiða útileiki gegn Athletic Bilbao og Girona í næstu viku.
Athugasemdir