Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   lau 30. nóvember 2024 22:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Atletico Madrid á flugi
Mynd: EPA

Clement Lenglet kom Atletico Madrid yfir gegn Valladolid í kvöld en þetta var fyrsta markið hans fyrir félagið. Miðvörðurinn er á láni frá Barcelona.

Atletico skoraði tvö lögleg mörk í viðbót í fyrri hálfleiknum en tvö mörk voru einnig tekin af þeim eftir skoðun í VAR.


Antoine Griezmann bætti fjórða markinu við snemma í seinni hálfleik og Alexander Sörloth negldi síðasta naglann í kistu Valladolid í uppbótatíma.

Atletico hefur verið á flugi að undanförnu en þetta var sjöundi sigur liðsins í röð í öllum keppnum. Liðið er í 2. sæti, tveimur stigum á eftir Barcelona og tveimur stigum á undan Real Madrid sem á þó tvo leiki til góða. Valladolid er á botninum aðeins með níu stig.

Þá gerðu Alaves og Leganes jafntefli en Espanyol vann mikilvægan sigur á Celta Vigo.

Alaves 1 - 1 Leganes
0-1 Oscar Rodriguez ('67 )
1-1 Carlos Vicente ('87 )

Espanyol 3 - 1 Celta
1-0 Irvin Cardona ('40 )
2-0 Leandro Cabrera ('53 )
2-1 Iago Aspas ('83 , víti)
3-1 Walid Cheddira ('87 )

Valladolid 0 - 5 Atletico Madrid
0-1 Clement Lenglet ('26 )
0-2 Julian Alvarez ('35 )
0-3 Rodrigo De Paul ('37 )
0-4 Antoine Griezmann ('52 )
0-5 Alexander Sorloth ('90 )


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 20 14 4 2 47 20 +27 46
2 Atletico Madrid 20 13 5 2 34 13 +21 44
3 Athletic 20 11 6 3 31 18 +13 39
4 Barcelona 20 12 3 5 52 23 +29 39
5 Villarreal 20 9 6 5 38 31 +7 33
6 Mallorca 20 9 3 8 19 25 -6 30
7 Real Sociedad 20 8 4 8 17 14 +3 28
8 Girona 20 8 4 8 28 27 +1 28
9 Vallecano 20 6 8 6 23 23 0 26
10 Osasuna 20 6 8 6 24 29 -5 26
11 Sevilla 20 7 5 8 23 29 -6 26
12 Betis 20 6 7 7 22 26 -4 25
13 Celta 20 7 3 10 29 32 -3 24
14 Leganes 20 5 7 8 19 29 -10 22
15 Las Palmas 20 6 4 10 25 33 -8 22
16 Getafe 20 4 8 8 14 17 -3 20
17 Alaves 20 5 5 10 24 32 -8 20
18 Espanyol 20 5 4 11 19 32 -13 19
19 Valencia 20 3 7 10 19 29 -10 16
20 Valladolid 20 4 3 13 14 39 -25 15
Athugasemdir
banner
banner