ÍBV er í þjálfaraleit eftir að Þorlákur Árnason sagði óvænt upp nýlega en liðið endaði í 9. sæti Bestu deildarinnar undir hans stjórn. Nafn sem er sagt vera á blaði í Eyjum er meðal annars Steven Caulker.
Caulker samdi við Stjörnuna í byrjun júní og kláraði tímabilið sem spilandi aðstoðarþjálfari. Hann er eitt stærsta nafn sem spilað hefur á Íslandi, en hann lék með liðum á borð við Liverpool, Tottenham, Fenerbahce, Cardiff City og QPR á löngum leikmannaferli sínum.
Í hlaðvarpsþættinum Kjaftæðið var sagt að Caulker hafi farið í viðræður við Völsung en hafnað félaginu. Fótbolti.net ræddi við Jökul Elísabetarson, þjálfara Stjörnunnar um Caulker og spurði hann hvort að hann mælti með Caulker sem þjálfara.
Caulker samdi við Stjörnuna í byrjun júní og kláraði tímabilið sem spilandi aðstoðarþjálfari. Hann er eitt stærsta nafn sem spilað hefur á Íslandi, en hann lék með liðum á borð við Liverpool, Tottenham, Fenerbahce, Cardiff City og QPR á löngum leikmannaferli sínum.
Í hlaðvarpsþættinum Kjaftæðið var sagt að Caulker hafi farið í viðræður við Völsung en hafnað félaginu. Fótbolti.net ræddi við Jökul Elísabetarson, þjálfara Stjörnunnar um Caulker og spurði hann hvort að hann mælti með Caulker sem þjálfara.
„Já klárlega, ég held að hann væri áhugaverður þjálfarakostur fyrir flest lið. Hann er góður þjálfari, góður úti á velli, hefur mikla ástríðu og er mikill karakter. Hann hefur mikil áhrif í kringum sig þannig að ég held að hann gæti klárlega orðið góður kostur fyrir lið í þjálfaraleit.
Hann er auðvitað með svakalegt tengslanet og ef hann fer í eitthvað félag sem getur veitt honum eitthvað bolmagn til að nýta tengslanetið þá getur hann gert enn betur. Ég held að sem karakter og þjálfari getur hann gert mjög vel með flest lið og náð langt. Hann er klárlega mjög spennandi kostur.“
Honum leið þá vel á Íslandi?
„Ég held að hann sé mjög hrifinn af Íslandi. Hann fór með fjölskylduna sína í ferðalag að skoða landið, meðal annars til Eyja. Ég held að hann myndi alltaf skoða það ef það væri eitthvað spennandi hérna,“ sagði Jökull að lokum.
Athugasemdir


