Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 31. janúar 2021 14:30
Victor Pálsson
Abramovich sagði ekki eitt orð við Lampard
Mynd: Getty Images
Eins og flestir vita þá er Chelsea búið að reka knattspyrnustjórann Frank Lampard og er Thomas Tuchel mættur til enska félagsins.

Lampard tók við Chelsea í júlí árið 2019 og eftir fínt fyrsta tímabil var Englendingurinn svo rekinn fyrr í janúar eftir slakt gengi.

Lampard var alls við stjórnvölin í 571 dag og vann 52 prósent af leikjum sínum á Stamford Bridge sem þjálfari.

Í grein Telegraph í dag er greint frá því að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hafi ekkert rætt við Lampard á meðan hann var stjóri liðsins.

Abramovich sagði ekki stakt orð við Lampard á þessu einu og hálfu ári áður en hann ákvað að reka hann úr starfi.

Lampard var 14. þjálfarinn sem Abramovich ræður til Chelsea en hann keypti félagið fyrir 18 árum eða árið 2003.

Það voru stjórnarformaðurinn Bruce Buck og yfirmaður íþróttamála Chelsea, Marina Granovskaia, sem funduðu með Lampard um ákvörðun félagsins um að láta hann fara.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner