Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 31. janúar 2021 20:53
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Er Ben Davies ekki í Tottenham?
Jürgen Klopp var kátur eftir sigur Liverpool gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Hann var sérstaklega ánægður með mörkin sem hans menn skoruðu í síðari hálfleik en þau voru ekki af verri endanum.

„Þetta var fagmannleg frammistaða hjá okkur. Við sköpuðum ekki nóg í fyrri hálfleik en skoruðum svo þrjú ótrúleg mörk eftir leikhlé. Við gerðum mjög vel gegn frábærum andstæðingum," sagði Klopp.

„Ég er með virkilega góðan hóp hérna. Hugarfarið er frábært og strákarnir þrá að vinna meira og vera bestir."

Klopp hrósaði Nathaniel Phillips sem átti góðan leik í hjarta varnarinnar og tjáði sig svo um Ben Davies, miðvörð Preston sem er sagður vera að skipta yfir í Liverpool á morgun.

„Ég er mjög ánægður fyrir Nathaniel Phillips, hann átti góðan leik. Hann varðist vel gegn Michail Antonio sem er öflugur í loftinu.

„Ben Davies, er hann ekki í Tottenham?"
grínaðist Klopp. „Ég hef ekkert að segja um það."

Þarna á hann við Ben Davies vinstri bakvörð Tottenham. Báðir heita þeir Benjamin Davies en eiga mismunandi millinöfn.
Athugasemdir
banner