Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 31. janúar 2021 09:46
Victor Pálsson
Ramos á Old Trafford? - Arsenal horfir til Palace
Powerade
Fer Ramos til Englands?
Fer Ramos til Englands?
Mynd: Getty Images
Patrick van Aanholt.
Patrick van Aanholt.
Mynd: Getty Images
Edin Dzeko.
Edin Dzeko.
Mynd: Getty Images
Það styttist svo sannarlega í að félagaskiptaglugginn í Evrópu loki en á morgun er síðasti dagur félaga til að krækja í nýja leikmenn. Að venju er mikið talað um hvaða leikmenn gætu fært sig hvert en ansi mörg félög eru að skoða í kringum sig. Slúðurpakki BBC er því þéttur í dag eins og má sjá hér fyrir neðan.

Varnarmaðurinn Sergio Ramos, 34, er tilbúinn að yfirgefa Real Madrid til að semja við Manchester United á Englandi. (Mirror)

Man Utd er þá að skoða það að fá miðvörðinn Jules Kounde, 22, sem spilar með Sevilla. Hann myndi kosta um 60 milljónir punda. (Mirror)

Ousmane Dembele, 23, leikmaður Barcelona vill halda sig hjá félaginu þrátt fyrir áhuga annarra liða á Englandi. (Sport)

West Brom hefur áhuga á að semja við sóknarmanninn þrítuga Christian Benteke sem leikur með Crystal Palace. (Sun)

Serge Aurier, 28, berst fyrir framtíð sinni hjá Tottenham eftir reiðiskast em hann bauð upp á í leik gegn Liverpool á dögunum. (Mail)

Marcos Rojo, 30, leikmaður Manchester United, vill rifta samningi sínum við félagið svo hann geti gengið í raðir Boca Juniors í Argentínu. (Sky)

Varnarmaðurinn DeAndre Yedlin, 27, er á leið til Galatasaray frá Newcastle en liðin hafa komist að samkomulagi um kaupverð. (ESPN)

AC Milan vill kaupa bakvörðinn Diogo Dalot, 21, frá Manchester United en hann hefur staðið sig vel á láni hjá félaginu. (Sun)

Arsenal er að skoða það að fá bakvörðinn Patrick van Aanholt frá Crystal Palace. Van Aanholt er þrítugur að aldri. (Mirror)

Brandon Williams, 20, leikmaður Manchester United má ekki yfirgefa félagið í janúar en Southampton og Newcastle höfðu sýnt áhuga. (Manutd.com)

Manchester City hafnaði boði að fá framherjann Edin Dzeko, 34, frá Roma í janúargluggannum. (Goal)

Newcastle hefur spurst fyrir um miðjumanninn Olivier Nitcham, 24, hjá Celtic en félagið vildi fá hann á láni. Newcastle vill fá möguleika á að kaupa leikmanninn. (Sky)

Preston hefur áhuga á að semja við varnarmanninn Sepp van den Berg, 19, á láni frá Liverpool. (Football Insider)

Cenk Tosun, 29, leikmaður Everton er á leið aftur til tyrknenska félagsins Besiktas. (Sky)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner