Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   sun 31. janúar 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Topp fimm "gullfætur" úr efstu deild kvenna
Hallbera Guðný Gísladóttir.
Hallbera Guðný Gísladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Andrea Mist Pálsdóttir, nýr leikmaður Breiðabliks, var gestur í síðasta þætti af Heimavellinum.

Andrea hefur spilað lengi í efstu deild á Íslandi og var hún beðin um að velja fimm topp "gullfætur" sem hafa spilað í deildinni. „Einhver sem þú veist að þegar þú ert að fara að spila á miðjunni, að þú verðir að loka á fótinn annars kemur einhver draumabolti."

Við því svaraði Andrea: „Það er ekki spurning, það er Hallbera (Guðný Gísladóttir) er númer eitt."

„Lillý Rut er með hrikalega góðan hægri fót. Vinstri fóturinn er ekki alveg virkur en hún er að vinna í því."

„Guðný Árnadóttir getur sett boltann hvert sem er og hvenær sem er."

„Svo verð ég eiginlega að segja Lára Kristín Pedersen, hún er með mjög góðar sendingar. Og Áslaug Munda, hún er með geggjaðan vinstri fót."

Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Heimavöllurinn - Steini fékk giggið, gullfótur í Kópavog og stórliðin horfa til Íslands
Athugasemdir
banner
banner
banner