Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. janúar 2023 07:41
Elvar Geir Magnússon
Slúðurpakkinn á Gluggadegi - Verða einhver óvænt félagaskipti?
Powerade
Arsenal hefur áhuga á Tielemans.
Arsenal hefur áhuga á Tielemans.
Mynd: EPA
Verður Elanga lánaður?
Verður Elanga lánaður?
Mynd: Getty Images
Sander Berge til Newcastle?
Sander Berge til Newcastle?
Mynd: Getty Images
Gleðilegan Gluggadag! Í kvöld klukkan 23:00 lokar glugganum í enska boltanum. Jorginho, Ziyech, Tielemans, Maguire, Kante og Porro eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðurpakkanum. Fótbolti.net fylgist vel með öllum tíðindum dagsins.

Arsenal sýnir ítalska miðjumanninum Jorginho (31) áhuga en samningur hans við Chelsea rennur út í sumar. (Football London)

Arsenal íhugar að gera Gluggadagstilboð í miðjumanninn Youri Tielemans (25) hjá Leicester. Samningur belgíska landsliðsmannsins rennur út í sumar en Arsenal vill styrkja sig fyrir seinni hluta þessa tímabils. (90min)

Paris St-Germain vonast til að fá Hakim Ziyech (29) lánaðan frá Chelsea út tímabilið. Marokkóski framherjinn ku frekar vilja fara til Frakklands en að fara í annað enskt lið. (L'Equipe)

Harry Maguire (29), fyrirliði Manchester United og enska landsliðsins, hefur hafnað möguleika á að vera lánaður til Inter en ætlar að íhuga stöðu sína í sumar. (Daily Star)

Tottenham hefur fært nær því að tryggja sér spænska hægri bakvörðinn Pedro Porro (23) frá Sporting Lissabon. (Telegraph)

Sporting Lissabon mun fá Hector Bellerín (27) frá Barcelona til að fylla skarð Porro. (Fabrizio Romano)

Manchester United hefur fengið tíu lánstilboð í sænska vængmanninn Anthony Elanga (20) en Borussia Dortmund og PSV Eindhoven eru meðal félaga sem hafa áhuga. Erik ten Hag stjóri United er tregur til að láta hann fara. (FourFourTwo)

Liverpool gæti gert óvænta tilraun til að styrkja miðsvæðið með því að sækja N'Golo Kante (31) frá Chelsea en samningur hans á Stamford Bridge rennur út í sumar. (El Nacional)

Djed Spence (22), bakvörður Tottenham, er á leið til franska liðsins Rennes á láni út tímabilið. (Athletic)

Bournemouth er nálægt því að tryggja sér Fílabeinsstrendinginn Hamed Traore (22), miðjumann Sassuolo á Ítalíu. (90min)

Southampton hefur samþykkt að ganga að 26 milljóna punda riftunarákvæði í samningi framherjan Vitinha (22) sem spilar með Braga í Portúgal. (Football Insider)

Newvastle telur að norski miðjumaðurinn Sander Berge (24) væri tilvalinn til að fylla í skarð Jonjo Shelve (30) sem er á leið til Nottingham Forest. (Newcastle Chronicle)

Nottingham Forest er nálægt því að tryggja sér brasilíska varnarmanninn Felipe (33) frá Atletico Madrid. Felipe hefur misst sæti sitt í byrjunarliði Diego Simeone á þessu tímabili. (Mail)

Leicester hefur lagt fram 15 milljóna punda tilboð í ástralska varnarmanninn Harry Souttar (24) hjá Stoke. Leicester hefur einnig áhuga á Jack Harrison (26), vængmanni Leeds. Hinsvegar er Leicester með danska varnarmanninn Jannik Vestergaard (30) og tyrkneska miðvörðinn Caglar Söyuncu (26) á sölulista. (Telegraph)

Fulham er að tryggja sér serbneska miðjumanninn Sasa Lukic (26) frá Torino á 8,8 milljónir punda. Félagið á enn eftir að ganga frá smáatriðum til að fá portúgalska bakvörðinn Cedric Soares (31) frá Arsenal. (Evening Standard)

Charlie McNeill (19), framherji Manchester United, er í viðræðum um að fara á lánssamningi til Newport County í D-deildinni. Varnarmaðurinn Di'Shon Bernard (22) gæri farið til Portsmouth í C-deildinni. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner