Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 31. mars 2014 22:51
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Daily Mail 
Moyes: Við treystum á að dómararnir standi sig
David Moyes treystir á dómarana
David Moyes treystir á dómarana
Mynd: Getty Images
David Moyes segist treysta á að dómararnir standi sig þegar Manchester United mætir Bayern München í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld.

Bayern er talið sigurstranglegra liðið og er þegar búið að tryggja sér deildartitilinn í Þýskalandi eftir að hafa unnið þrennuna á síðasta tímabili.

Bayern sló Arsenal úr leik í 16-liða úrslitum og sagði Arsene Wenger eftir leikinn að Arjen Robben væri mjög góður dýfari.

,,Við treystum á að dómararnir standi sig, það er eitt af erfiðustu verkum dómara að taka eftir þegar leikmenn dýfa sér," sagði Moyes.

,,Mér finnst að það ætti að vera hægt að spjalda eftir leiki en ég vil ekki tjá mig um einstaka leikmenn."
Athugasemdir
banner
banner
banner