Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. mars 2020 10:56
Elvar Geir Magnússon
Eitt stærsta félag Slóvakíu gjaldþrota vegna veirunnar
Frá heimavelli Zilina.
Frá heimavelli Zilina.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
MSK Zilina í Slóvakíu hefur tilkynnt að félagið sé á leið í gjaldþrot.

Zilina er eitt stærsta félag Slóvakíu en það var í riðlakeppni Meistaradeildarinnar 2010-11 og lék svo gegn KR í Evrópukeppninni tímabilið á eftir.

Fjölmiðlar í Slóvakíu segir að félagið hafi ekki náð samkomulagi við leikmenn sína um launaskerðingu vegna kórónaveirunnar. Í kjölfarið hafi félagið séð sig knúið til að lýsa yfir gjaldþroti.

Zilina er fyrsta atvinnumannafélagið í fótbolta sem verður gjaldþrota vegna heimsfaraldursins.

Íslenska landsliðið lék vináttulandsleik gegn Slóvakíu á heimavelli Zilina í nóvember 2015. Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslands en Slóvakar unnu leikinn 3-1.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner