Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   mið 31. mars 2021 21:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Kolbeinn: Mun horfa til baka með ótrúlega góðar tilfinningar til þess tíma
Icelandair
„Tilfinningarnar eru blendnar, stoltir af því að komast á lokamót en ekki sáttir með úrslitin. Það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu og vonandi geta menn lært af þessu," sagði Kolbeinn Birgir Finnsson eftir leik Íslands og Frakklands í lokakeppni Evrópumótsins.

Leikurinn var sá síðasti hjá Kolbeini með U21 árs landsliðinu. Hvernig leið honum inn á vellinum?

„Mér leið vel, við áttum fínan leik en slökktum aðeins á okkur á tveimur momentum og þá refsa svona sterk lið eins og Frakkar."

„Þetta er eitt sterkasta lið sem ég hef mætt, það er alltaf erfitt og það má aldrei kom augnablik sem þú slekkur á þér. Alltaf gaman að spila á móti góðum leikmönnum."


Hvað tekur Kolbeinn með sér úr mótinu og yfir í deildarkeppnina með varaliði Dortmund?

„Klárlega varnarleikinn, einbeitingin hér er meiri á varnarleikinn og það eru alls konar litlir punktar sem ég get tekið út úr þessu."

Hvað er það skemmtilegasta sem þú upplifðir í þessari ferð?

„Leikirnir, þetta er stórt svið, mikil umfjöllun og að fá að spila er klárlega það skemmtilegasta."

Ertu upplifa skrítnar tilfinningar eftir lokaleikinn með þessu liði?

„Já, þetta eru að vissu leyti skrítnar tilfinningar. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og ég mun horfa til baka með ótrúlega góðar tilfinningar til þess tíma."

„Klárlega ein af þeim. Það var 'unreal' tilfinning," sagði Kolbeinn aðspurður um augnablikið þegar liðið tryggði sig inn á þetta mót, hvort sú tilfinning væri skemmtilegasta tilfinningin til þessa á ferlinum.

Viðalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner