Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 31. mars 2021 21:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Kolbeinn: Mun horfa til baka með ótrúlega góðar tilfinningar til þess tíma
Icelandair
„Tilfinningarnar eru blendnar, stoltir af því að komast á lokamót en ekki sáttir með úrslitin. Það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu og vonandi geta menn lært af þessu," sagði Kolbeinn Birgir Finnsson eftir leik Íslands og Frakklands í lokakeppni Evrópumótsins.

Leikurinn var sá síðasti hjá Kolbeini með U21 árs landsliðinu. Hvernig leið honum inn á vellinum?

„Mér leið vel, við áttum fínan leik en slökktum aðeins á okkur á tveimur momentum og þá refsa svona sterk lið eins og Frakkar."

„Þetta er eitt sterkasta lið sem ég hef mætt, það er alltaf erfitt og það má aldrei kom augnablik sem þú slekkur á þér. Alltaf gaman að spila á móti góðum leikmönnum."


Hvað tekur Kolbeinn með sér úr mótinu og yfir í deildarkeppnina með varaliði Dortmund?

„Klárlega varnarleikinn, einbeitingin hér er meiri á varnarleikinn og það eru alls konar litlir punktar sem ég get tekið út úr þessu."

Hvað er það skemmtilegasta sem þú upplifðir í þessari ferð?

„Leikirnir, þetta er stórt svið, mikil umfjöllun og að fá að spila er klárlega það skemmtilegasta."

Ertu upplifa skrítnar tilfinningar eftir lokaleikinn með þessu liði?

„Já, þetta eru að vissu leyti skrítnar tilfinningar. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og ég mun horfa til baka með ótrúlega góðar tilfinningar til þess tíma."

„Klárlega ein af þeim. Það var 'unreal' tilfinning," sagði Kolbeinn aðspurður um augnablikið þegar liðið tryggði sig inn á þetta mót, hvort sú tilfinning væri skemmtilegasta tilfinningin til þessa á ferlinum.

Viðalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner