Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   mið 31. mars 2021 21:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Kolbeinn: Mun horfa til baka með ótrúlega góðar tilfinningar til þess tíma
Icelandair
„Tilfinningarnar eru blendnar, stoltir af því að komast á lokamót en ekki sáttir með úrslitin. Það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu og vonandi geta menn lært af þessu," sagði Kolbeinn Birgir Finnsson eftir leik Íslands og Frakklands í lokakeppni Evrópumótsins.

Leikurinn var sá síðasti hjá Kolbeini með U21 árs landsliðinu. Hvernig leið honum inn á vellinum?

„Mér leið vel, við áttum fínan leik en slökktum aðeins á okkur á tveimur momentum og þá refsa svona sterk lið eins og Frakkar."

„Þetta er eitt sterkasta lið sem ég hef mætt, það er alltaf erfitt og það má aldrei kom augnablik sem þú slekkur á þér. Alltaf gaman að spila á móti góðum leikmönnum."


Hvað tekur Kolbeinn með sér úr mótinu og yfir í deildarkeppnina með varaliði Dortmund?

„Klárlega varnarleikinn, einbeitingin hér er meiri á varnarleikinn og það eru alls konar litlir punktar sem ég get tekið út úr þessu."

Hvað er það skemmtilegasta sem þú upplifðir í þessari ferð?

„Leikirnir, þetta er stórt svið, mikil umfjöllun og að fá að spila er klárlega það skemmtilegasta."

Ertu upplifa skrítnar tilfinningar eftir lokaleikinn með þessu liði?

„Já, þetta eru að vissu leyti skrítnar tilfinningar. Þetta er búið að vera ótrúlega gaman og ég mun horfa til baka með ótrúlega góðar tilfinningar til þess tíma."

„Klárlega ein af þeim. Það var 'unreal' tilfinning," sagði Kolbeinn aðspurður um augnablikið þegar liðið tryggði sig inn á þetta mót, hvort sú tilfinning væri skemmtilegasta tilfinningin til þessa á ferlinum.

Viðalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner