De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 31. mars 2023 19:19
Brynjar Ingi Erluson
Elías Rafn nýtti tækifærið í fjarveru Lössl
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson varði mark Midtjylland í 3-1 sigri á OB í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Jonas Lössl, aðalmarkvörður Midtjylland, var ekki með í dag þar sem hann tók út leikbann eftir að hann gagnrýndi dómara eftir leik liðsins við Silkeborg.

Elías, sem heur verið varaskeifa fyrir Lössl á tímabilinu, kom því í búrið og hjálpaði liði sínu að landa sigrinum.

Aron Elís Þrándarson byrjaði á miðsvæðinu hjá OB en var skipt af velli á 76. mínútu.

Midtjylland er í efsta sæti fallriðilsins með 31 stig á meðan OB er í þriðja sæti riðilsins með 28 stig.
Athugasemdir
banner
banner