Hlaðvarpsþátturinn Steve Dagskrá var með Mark Bosnich, fyrrum markmann Manchester United, til viðtals í nýjasta þætti sínum.
Þar fer Ástralinn Bosnich yfir tíma sinn hjá Manchester United og Aston Villa, skóna sem hann lék í, hvernig kom til að hann valdi Manchester United frekar en Liverpool en hann fór til beggja liða á reynslu þegar hann fyrst kom til Englands. Hann sagði einnig frá leikbanninu sem hann var dæmdur í.
Þar fer Ástralinn Bosnich yfir tíma sinn hjá Manchester United og Aston Villa, skóna sem hann lék í, hvernig kom til að hann valdi Manchester United frekar en Liverpool en hann fór til beggja liða á reynslu þegar hann fyrst kom til Englands. Hann sagði einnig frá leikbanninu sem hann var dæmdur í.
Sir Alex gaf Bosnich tækifærið á Englandi og mun hann aldrei gleyma því. Bosnich hefur mikla virðingu fyrir stjóranum en hann er einnig spurður út í gagnrýni Sir Alex í sinn garð.
„Eitt enn með Sir Alex: Hann gagnrýndi fagmennsku þína, hvers vegna var það?" spurði Andri Geir Gunnarsson, annar af þáttarstjórnendum þáttarins.
„Ég hef ekki lesið mér alveg til um þetta en ég held það tengist mataræði mínu. Að mínu mati hefur Sir Alex rangt fyrir sér en undir lok dags þá er hann stjórinn," sagði Bosnich.
„Regla númer eitt er að stjórinn hefur alltaf rétt fyrir sér. Regla númer tvö er að ef stjórinn hefur rangt fyrir sér þá skoðaru reglu númer eitt." Hlusta má á þáttinn hér að neðan.
Athugasemdir