Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
   mið 31. maí 2023 19:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Elías Már og félagar töpuðu fyrri leiknum - Örebro komst ekki upp úr fallsæti
watermark
Mynd: NAC Breda

Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði NAC Breda sem tók á móti Emmen í fyrri leik liðanna í undanúrslitum í umspili um sæti í efstu deild í Hollandi.


Emmen var með 2-0 forystu í hálfleik og Elías var tekinn af velli í hálfleik.

Breda tókst að klóra í bakkann þegar fjórar mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma en nær komust þeir ekki.

Seinni leikur liðanna fer fram á laugardaginn.

Axel og Valgeir áfram í fallsæti - Jafnt hjá Böðvari

Böðvar Böðvarsson var í byrjunarliði Trelleborg þegar liðið heimsótti Landskrona í næst efstu deild í Svíþjóð í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem Landskrona jafnaði metin þegar stutt var til leiksloka.

Böðvar lék allan leikinn.

Axel Andrésson lék allan leikinn í 2-1 tapi Orebro gegn toppliði Utsikten. Valgeir Valgeirsson spilaði síðasta hálftímann. Liðið er í 13. sæti með 10 stig eftir 10 leiki. Trelleborg er í 10. sæti með 13 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner