Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 31. maí 2023 11:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nýjasta pæling Barcelona sé að fá Messi í gegnum Inter Miami
Hvað gerir Messi?
Hvað gerir Messi?
Mynd: EPA
Beckham að fara hjálpa Barcelona?
Beckham að fara hjálpa Barcelona?
Mynd: Getty Images
Barcelona ætlar sér að fá Lionel Messi í sínar raðir á nýjan leik, spænska félagið er þó ekki í frábærri stöðu gagnvart fjármálareglum á Spáni og gæti þurfti að fara krókaleiðir til að tryggja það að Messi spili með félaginu á komandi tímabili.

Messi er goðsögn í Barcelona en hefur undanfarin tvö tímabil leikið með PSG í Frakklandi.

Hann hefur verið orðaður við skipti til Sádí-Arabíu undanfarna daga en samkvæmt L'Equipe væri Messi og fjölskylda hans frekar til í að fara aftur til Barcelona.

Samningur Argentínumannsins við PSG rennur út í sumar og er hann sagður með risatilboð á borðinu frá Al-Hilal í Sádí-Arabíu.

Krókaleiðin sem Barcelona er sögð horfa til er sú að Messi gangi í raðir bandaríska félagsins Inter Miami og yrði í kjölfarið lánaður til Barcelona. Það yrði leiðin sem væri farin til að brjóta ekki fjármálareglurnar á Spáni.

David Beckham, fyrrum leikmaður Manchester United, Real Madrid, PSG, LA Galaxy og AC Milan, er meðeigandi Inter Miami.

Messi verður 36 ára í sumar. Í vetur varð hann, eins og allir vita, heimsmeistari með Argentínu og bætti með því enn einum verðlaununum við glæstan feril sinn.

Sjá einnig:
Messi bætti met er PSG varð meistari í ellefta sinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner