Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 31. júlí 2022 22:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stuðningsmenn Liverpool eiga yfir höfði sér langt bann
Blys í stúkunni í gær
Blys í stúkunni í gær
Mynd: EPA
Einhverjir stuðningsmenn Liverpool eiga yfir höfði sér allt að árs bann frá leikvöngum Englands eftir hegðun sína á leik liðsins gegn Manchester City um Samfélagsskjöldin í gær.

Leiknum lauk með 3-1 sigri Liverpool en þegar Trent Alexander Arnold kom liðinu yfir í fyrri hálfleik kveiktu stuðningsmenn Liverpool á blysum og köstuðu þeim inná völlinn.

Það gerðist aftur þegar Salah kom liðinu aftur yfir með marki úr vítaspyrnu.

Enska knattspynusambandið rannsakar málið en sambandið ætlar að taka harðar á óprúttnum stuðningsmönnum á þessari leiktíð eftir að alltof mörg atvik komu upp á síðustu leiktíð þar sem áhorfendur ruddust inná völlinn.

„Við vitum af þessum atvikum á leiknum um Samfélagsskjöldinn þar sem blys og ryksprengjur voru notaðar. Notkun á blysum er hættuleg, bönnuð og gæti haft hræðilegar afleiðingar í för með sér á fótboltavelli," segir í yfirlýsingu frá knattspyrnusambandinu.

Harvey Elliott leikmaður Liverpool var áminntur eftir að hafa borið blys eftir sigur Liverpool í Deildabikarnum á síðustu leiktíð. Þá var Richarlison þáverandi leikmaður Everton dæmdur í eins leiks bann á síðustu leiktíð fyrir að kasta blysi af vellinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner