Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   mið 31. júlí 2024 14:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keyptur á metfé en spilar ekki fyrr en í lok ársins
Igor Thiago.
Igor Thiago.
Mynd: Brentford
Brentford hefur staðfest að sóknarmaðurinn Igor Thiago spilar ekki aftur fyrr en seint á þessu ári. Hann meiddist á hné í æfingaleik gegn Wimbledon á dögunum.

Brentford gekk frá kaupum á Thiago frá Club Brugge í febrúar en hann kláraði tímabilið í Belgíu og mætti síðan til Brentford í sumarglugganum. Hann er dýrasti leikmaður í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins en hann kostaði 33 milljónir evra.

Thiago er búinn að fara í aðgerð og þarf að bíða í nokkuð langan tíma eftir sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni.

Þessi tíðindi gætu haft áhrif á framtíð Ivan Toney hjá Brentford, en það er ekki útlit fyrir að hann sé á förum.

Toney er að fara inn í sitt síðasta samningsár hjá Brentford, en það hefur verið lítill áhugi á honum í sumar. Brentford verðmetur hann á 70 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner