Crystal Palace hefur tryggt sér vængmanninn Ismaila Sarr frá Marseille og nú er bara beðið eftir að hann verði kynntur hjá enska úrvalsdeildarfélaginu.
Þessi 26 ára senegalski landsliðsmaður verður keyptur á 12,5 milljónir punda en hann þekkir enska boltann frá því hann skoraði 34 mörk í 131 leik fyrir Watford.
Þessi 26 ára senegalski landsliðsmaður verður keyptur á 12,5 milljónir punda en hann þekkir enska boltann frá því hann skoraði 34 mörk í 131 leik fyrir Watford.
Sarr hefur skorað þrettán mörk í 64 leikjum fyrir Senegal og vann Afríkukeppnina með þjóð sinni 2021. Hann hefur leikið á tveimur heimsmeistaramótum.
Marseille tryggði sér Mason Greenwood frá Manchester United á dögunum. Palace hefur verið að leita að leikmanni í stað Michael Olise sem gekk í raðir Bayern München.
Fyrr í sumar hafði Palace fengið japanska miðjumanninn Daichi Kamada á frjálsri sölu frá Lazio og keypt marokkóska landsliðsmanninn Chadi Riad frá Real Betis.
Athugasemdir