Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 31. júlí 2024 10:56
Elvar Geir Magnússon
Sarr mun skrifa undir fimm ára samning á Selhurst Park
Sarr er fyrrum leikmaður Watford.
Sarr er fyrrum leikmaður Watford.
Mynd: EPA
Crystal Palace hefur tryggt sér vængmanninn Ismaila Sarr frá Marseille og nú er bara beðið eftir að hann verði kynntur hjá enska úrvalsdeildarfélaginu.

Þessi 26 ára senegalski landsliðsmaður verður keyptur á 12,5 milljónir punda en hann þekkir enska boltann frá því hann skoraði 34 mörk í 131 leik fyrir Watford.

Sarr hefur skorað þrettán mörk í 64 leikjum fyrir Senegal og vann Afríkukeppnina með þjóð sinni 2021. Hann hefur leikið á tveimur heimsmeistaramótum.

Marseille tryggði sér Mason Greenwood frá Manchester United á dögunum. Palace hefur verið að leita að leikmanni í stað Michael Olise sem gekk í raðir Bayern München.

Fyrr í sumar hafði Palace fengið japanska miðjumanninn Daichi Kamada á frjálsri sölu frá Lazio og keypt marokkóska landsliðsmanninn Chadi Riad frá Real Betis.
Athugasemdir
banner
banner