Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 31. ágúst 2021 13:53
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
AIK segir KSÍ hafa leynt félagið upplýsingum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Henrik Jurelius, íþróttastjóri AIK, telur að KSÍ hafi leynt félagið upplýsingum þegar það skrifaði undir samning við Kolbein Sigþórsson í mars 2019.

Þetta segir Jurelius í viðtali við Aftonbladet en RÚV fjallar um málið.

Jurelius segir að félagið hafi leitað til íslenska landsliðsins og félaga sem Kolbeinn hafi leikið með áður í þeim tilgangi að spyrja hvort það væri eitthvað í fari og fortíð leikmannsins sem þau þyrftu að vita. Engar athugasemdir hafi borist.

Kolbeinn er nú hjá Gautaborg en framtíð hans er í óvissu eftir að brot hans gegn Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur og annarri stúlku komu upp á yfirborðið.

Sænskir fjölmiðlar segja að Gautaborg íhugi að rifta samningi leikmannsins.

Sjá einnig:
Gautaborg sendir frá sér yfirlýsingu vegna máls Kolbeins
Athugasemdir
banner
banner