Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 31. ágúst 2021 17:00
Elvar Geir Magnússon
Maitland-Niles áfram hjá Arsenal - Fundur sem fór vel
Mynd: Getty Images
Ainsley Maitland-Niles verður áfram hjá Arsenal en hann fundaði með Mikel Arteta, stjóra félagsins, í dag.

Enski landsliðsmaðurinn hélt að hann væri á leið til Everton á lánssamningi en Arsenal hafnaði tilboði við litla hrifningu leikmannsins.

Maitland-Niles gaf það út á samfélagsmiðlum að hann vildi fara frá Arsenal.

Arteta fundaði svo með Maitland-Niles sem sagði frá óánægju sinni. Samkvæmt BBC þá fór sá fundur mjög vel og þessi 24 ára leikmaður verður áfram hjá Arsenal.

Hann hefur spilað tvo leiki fyrir félagið á þessu tímabili en hann kom inn sem varamaður í 5-0 tapinu gegn Manchester City.


Athugasemdir
banner
banner