Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
   mið 31. ágúst 2022 22:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Erlingur segist eiga markið - Tók þjálfarasvarið
,,Vonandi fara þeir að tapa einhverjum stigum þar''
Skoraði tvö mörk í kvöld
Skoraði tvö mörk í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varð bikarmeistari í fyrra og árið 2019
Varð bikarmeistari í fyrra og árið 2019
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erlingur Agnarsson, annar af markaskorurum Víkings, var til viðtals eftir sigur gegn Breiðablik í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  3 Víkingur R.

„Við byrjuðum mjög vel, pressuðum þá strax, skoruðum þessi þrjú mörk og eftir það vorum við bara að halda þetta út," sagði Erlingur sem hafði ekki séð fyrir sér að vera 3-0 yfir eftir 20 mínútna leik á Kópavogsvelli.

Erlingur skoraði klárlega þriðja mark Víkings í leiknum en einhver vafi var hvort að fyrsta markið hefði verið sjálfsmark. Erlingur segist líka eiga það mark.

„Það er mitt mark, ég er með tvö." Fer höndin á þér í boltann í fyrsta markinu? „Nei, bara mjöðmin á mér eða eitthvað... ég veit það ekki, verð að fá sjá þetta aftur." Sem er svar sem þjálfarar vinna mikið með. Markið má sjá hér neðst í fréttinni.

Breiðablik er efst í deildinni. Voru Víkingar með sigrinum í kvöld, þrátt fyrir að um bikarleik væri að ræða, að senda ákveðin skilaboð fyrir endasprettinn í deildinni?

„Já. Vonandi fara þeir að tapa einhverjum stigum þar."

Víkingur er á leið í þriðja bikarúrslitaleikinn í röð. Hvað er með þetta Víkingslið og bikarinn?

„Ég veit ekki hvað það er, mér finnst bara gaman að spila stóra leiki og okkur hefur gengið vel í þeim hingað til. Vonandi heldur það áfram," sagði Erlingur.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner