Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 31. október 2016 14:23
Magnús Már Einarsson
Expressen: Kristinn Freyr búinn að semja við Sundsvall
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sænska fjölmiðillinn Expressen greinir frá því í dag að Kristinn Freyr Sigurðsson sé búinn að ná samkomulagi við GIF Sundsvall.

Fótbolti.net greindi frá því í síðustu viku að Kristinn fer um næstu helgi til Sundsvall að skoða aðstæður en hann horfir á liðið spila gegn Djurgarden í lokaumferð deildarinnar.

Expressen segir að samkomulagi liggi fyrir og að Kristinn muni skrifa undir hjá Sundsvall á næstu vikum.

Hinn 24 ára gamli Kristinn er samningslaus en hann hefur einnig verið orðaður við Östersund í Svíþjóð auk þess sem Íslandsmeistarar FH hafa sýnt honum áhuga.

Kristinn Freyr skoraði þrettán mörk í Pepsi-deildinni í sumar og var valinn besti leikmaður deildarinnar. Þá hjálpaði hann Valsmönnum að landa bikarmeistaratitlinum annað árið í röð.

GIF Sundsvall er í 13. sæti í sænsku úrvalsdeildinni í augnablikinu en liðið hefur tryggt þátttökurétt sinn í deildinni að ári.

Kristinn Steindórsson er á mála hjá félaginu en Rúnar Már Sigurjónsson fór þaðan til Grasshoppers í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner