Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, mun í byrjun næsta mánaðar fara til Svíþjóðar og skoða aðstæður hjá GIF Sundsvall. Þetta hefur Fótbolti.net eftir öruggum heimildum.
Kristinn fer út og horfir á síðasta leik tímabilsins hjá Sundsvall gegn Djurgarden þann 6. nóvember.
Kristinn fer út og horfir á síðasta leik tímabilsins hjá Sundsvall gegn Djurgarden þann 6. nóvember.
Í ferðinni mun Kristinn skoða aðstæður hjá félaginu og ræða við þjálfarann Joel Cedergren.
GIF Sundsvall er í 13. sæti í sænsku úrvalsdeildinni í augnablikinu og ekki í teljandi fallhættu. Kristinn Steindórsson er á mála hjá félaginu en Rúnar Már Sigurjónsson fór þaðan til Grasshoppers í sumar.
Kristinn Freyr skoraði þrettán mörk í Pepsi-deildinni í sumar og var valinn besti leikmaður deildarinnar. Þá hjálpaði hann Valsmönnum að landa bikarmeistaratitlinum.
Hinn 24 ára gamli Kristinn er samningslaus og getur því farið frá Val. FH hefur sýnt honum áhuga sem og Östersund í Svíþjóð en Valur vill einnig halda Kristni innan sinna raða.
Athugasemdir