Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
banner
   lau 31. október 2020 21:54
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Bologna hafði betur í fimm marka veislu
Bologna 3 - 2 Cagliari
0-1 Joao Pedro ('15)
1-1 Musa Barrow ('45)
1-2 Giovanni Simeone ('47)
2-2 Roberto Soriano ('52)
3-2 Musa Barrow ('56)

Andri Fannar Baldursson sat allan tímann á bekknum er Bologna náði í sinn annan sigur á deildartímabilinu.

Bologna fékk Cagliari í heimsókn og lék á alls oddi eftir að hafa lent undir snemma leiks. Hinn eftirsótti Joao Pedro kom Cagliari yfir en heimamenn í Bologna tóku öll völd á vellinum og voru óheppnir að jafna ekki fyrr en undir lok hálfleiksins. Musa Barrow gerði þá frábært mark eftir sendingu frá Roberto Soriano.

Giovanni Simeone kom Cagliari yfir á nýjan leik í upphafi síðari hálfleik en Bologna hélt áfram að ráða ferðinni og var Soriano ekki lengi að jafna.

Fjórum mínútum eftir jöfnunarmarkið skoraði Barrow aftur og staðan orðin 3-2 fyrir heimamenn.

Bologna var áfram betri aðilinn og tókst gestunum frá Cagliari ekki að jafna. Lokatölur 3-2 og Bologna er komið í sex stig eftir sex umferðir, en liðið hefur verið ansi óheppið með úrslit á upphafi tímabils. Cagliari er með sjö stig.

Markatölur liðanna vekja athygli eftir aðeins sex umferðir. Það hafa verið skoruð 27 mörk í leikjum Cagliari og 23 í leikjum Bologna. Það eru rúmlega fjögur mörk á leik.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir