Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   þri 31. október 2023 08:30
Elvar Geir Magnússon
Árni Elvar framlengir ekki við Leikni - „Tími til að prófa nýja hluti“
Lengjudeildin
Árni Elvar Árnason.
Árni Elvar Árnason.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Miðjumaðurinn Árni Elvar Árnason hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við Leikni í Breiðholti en hann hefur leikið fyrir félagið nánast allan sinn feril.

Árni verður 27 ára í nóvember en hann á 34 leiki fyrir Leikni í efstu deild og fjölmarga leiki í B-deildinni. Hann lék sinn fyrsta Íslandsmótsleik fyrir meistaraflokk Leiknis árið 2016.

„Ég er uppalinn, stoltur Leiknismaður og gengið í gegnum allt með mínu félagi bæði sem ungur stuðningsmaður og núna sem leikmaður," segir Árni.

„Núna finnst mér vera kominn sá tími einhvern veginn að prófa nýja hluti, skila lyklunum af Leiknishúsinu og hitta nýja félaga hjá nýju félagi."

Árni lék nítján leiki í Lengjudeildinni á liðnu tímabili en Leiknismenn komust í umspilið um sæti í efstu deild en töpuðu gegn Aftureldingu í undanúrslitum.
Athugasemdir
banner
banner