Antony, Casemiro, Eriksen og Lindelöf ekki í myndinni hjá Amorim - Hindranir fyrir Man Utd - Real Madrid hefur áhuga á Porro
banner
   fim 31. október 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Fermín López gerir langtímasamning við Börsunga
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Fermín López hefur gert nýjan fimm ára samning við Baecelona. Þessi 21 árs leikmaður kom til Barcelona 2016 og hefur með góðri frammistöðu unnið sér inn sæti í spænska landsliðinu.

Hansi Flick stjóri Barcelona hefur mikla trú á leikmanninum unga og lét hann byrja í EL Clasico og gegn Bayern München. Hann var næstmarkahæsti leikmaður Barcelona í La Liga á síðasta tímabili, með ellefu mörk.

López var hluti af Evrópumeistaraliði Spánar í sumar og skoraði sex mörk í sex leikjum með Ólympíuliði Spánar sem vann gullið í París.

Barcelona hefur mikla breidd þegar kemur að sóknarmiðjumönnum en López keppir við Dani Olmo, Raphinha, Pablo Torre og Pedri um sæti í byrjunarliðinu.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 11 10 0 1 37 10 +27 30
2 Real Madrid 11 7 3 1 21 11 +10 24
3 Villarreal 11 6 3 2 20 19 +1 21
4 Atletico Madrid 11 5 5 1 16 7 +9 20
5 Athletic 11 5 3 3 17 11 +6 18
6 Betis 11 5 3 3 11 9 +2 18
7 Mallorca 11 5 3 3 10 8 +2 18
8 Osasuna 11 5 3 3 16 16 0 18
9 Vallecano 11 4 4 3 12 10 +2 16
10 Sevilla 11 4 3 4 12 15 -3 15
11 Celta 11 4 1 6 17 20 -3 13
12 Real Sociedad 11 3 3 5 8 10 -2 12
13 Girona 11 3 3 5 11 14 -3 12
14 Leganes 11 2 5 4 9 12 -3 11
15 Getafe 11 1 7 3 8 9 -1 10
16 Alaves 11 3 1 7 13 19 -6 10
17 Espanyol 11 3 1 7 10 19 -9 10
18 Las Palmas 11 2 3 6 13 19 -6 9
19 Valladolid 11 2 2 7 9 23 -14 8
20 Valencia 11 1 4 6 8 17 -9 7
Athugasemdir
banner