Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   fim 31. október 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Fermín López gerir langtímasamning við Börsunga
Miðjumaðurinn Fermín López hefur gert nýjan fimm ára samning við Baecelona. Þessi 21 árs leikmaður kom til Barcelona 2016 og hefur með góðri frammistöðu unnið sér inn sæti í spænska landsliðinu.

Hansi Flick stjóri Barcelona hefur mikla trú á leikmanninum unga og lét hann byrja í EL Clasico og gegn Bayern München. Hann var næstmarkahæsti leikmaður Barcelona í La Liga á síðasta tímabili, með ellefu mörk.

López var hluti af Evrópumeistaraliði Spánar í sumar og skoraði sex mörk í sex leikjum með Ólympíuliði Spánar sem vann gullið í París.

Barcelona hefur mikla breidd þegar kemur að sóknarmiðjumönnum en López keppir við Dani Olmo, Raphinha, Pablo Torre og Pedri um sæti í byrjunarliðinu.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
9 Alaves 11 4 3 4 11 10 +1 15
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
14 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
15 Osasuna 11 3 2 6 9 12 -3 11
16 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
17 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
18 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
19 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
20 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
Athugasemdir
banner