Antony, Casemiro, Eriksen og Lindelöf ekki í myndinni hjá Amorim - Hindranir fyrir Man Utd - Real Madrid hefur áhuga á Porro
   fim 31. október 2024 22:13
Brynjar Ingi Erluson
Sigurjón Rúnarsson í Fram (Staðfest)
Mynd: Fram
Fram hefur fengið varnarmanninn öfluga Sigurjón Rúnarsson frá Grindavík en þetta kemur fram í tilkynningu Framara í kvöld.

Sigurjón er 24 ára gamall miðvörður sem hefur spilað stórt hlutverk í liði Grindavíkur og verið í fyrirliðahópi félagsins.

Varnarmaðurinn hefur spilað 141 leik og skorað 9 mörk í deild- og bikar með Grindvíkingum síðan hann lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki árið 2017.

Fram hefur nú fengið frá félagaskiptum hans frá Grindavík, en lengd samningsins kemur ekki fram.

„Knattspyrnudeild Fram bindur miklar vonir við Sigurjón og er ljóst að við erum að fá mikinn og sterkan karakter inn í liðið,“ segir í tilkynningu Framara.

Fram hafnaði í 9. sæti Bestu deildarinnar á nýafstöðnu tímabili.
Athugasemdir
banner