fös 01. júlí 2011 11:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
John O'Shea til Arsenal - Milner til Liverpool?
Powerade
Charlie Adam er áfram orðaður við Liverpool.
Charlie Adam er áfram orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Llorente gæti farið til Tottenham.
Llorente gæti farið til Tottenham.
Mynd: Getty Images
Wes Brown er á óskalista Sunderland.
Wes Brown er á óskalista Sunderland.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að helsta slúðrinu úr enska boltanum á þessum fína föstudegi en það er BBC sem tekur pakkann saman.



Arsenal mun hafa betur gegn Tottenham í baráttunni um Gervinho framherja Lille en hann kostar ellefu milljónir punda. (The Sun)

Arsenal gæti misst Samir Nasri og Gael Clichy til Manchester City. Talið er að City hafi boðið sjö milljónir punda í Clichy og félagið er að undirbúa fimmtán milljóna punda tiboð í Nasri. (Daily Mirror)

Arsenal er óvænt að reyna að fá John O'Shea frá Manchester United. (Daily Mirror)

Liverpool hefur fengið þau skilaboð frá Blackpool að félagið verði að borga níu milljónir punda til að fá Charlie Adam. (Daily Mirror)

Manchester United ætlar að fá Yann M'Vila miðjumann Rennes. (Caughtoffside.com)

Chelsea hefur boðið 45 milljónir punda í Javier Pastore leikmann Palermo. (Daily Mirror)

Chelsea mun reyna að fá Moutinho miðjumann Porto ef félaginu mistekst að fá Alexis Sanchez frá Udinese og Neymar frá Santos. (Footybunker.com)

Gael Etock, 17 ára framherji Barcelona, verður fyrsti leikmaðurinnsem Andre Villas-Boas fær til Chelsea. (Talksport)

Arsenal ætlar að gera mettilboð í Romelu Lukaku framherja Anderlecht. (Caughtoffside.com)

Arsenal vill fá Gary Cahill varnarmann Bolton til liðs við sig. Bolton vill fá 17 milljónir punda fyrir leikmanninn en Henri Lansbury eða Ignasi Miguel gætu farið sem hluti af kaupverðinu. (Daily Mirror)

Tottenham er á eftir Fernando Llorente framherja Athletic Bilbao en hann er metinn á 20 milljónir punda. Harry Redknapp, stjóri Tottenham, verður að selja einhverja tvo framherja áður en hann kaupir Llorente og því gætu Robbie Keane, Roman Pavlyuchenko, Peter Crouch eða Jermain Defoe verið á förum. (Daily Mirror)

Tottenham ætlar að reyna aftur að fá Giuseppe Rossi framherja Villareal en hann kostar 35 milljónir punda. (Daily Mail)

Liverpool hefur áhuga á James Milner sem ku ekki vera sáttur í herbúðum Manchester City. (Caughtoffside)

Alex McLeish, stjóri Aston Villa, vill fá Shaun Wright Phillips kantmann Manchester City til að fylla skarð Ashley Young. Hann vill einnig fá Shay Given markvörð City til að fylla skarð Brad Friedel sem fór til Tottenham fyrr í sumar. (Footybunker.com)

Everton ætlar að reyna að fá Niko Kranjcar miðjumann Tottenham til að taka við af Mikel Arteta sem gæti verið á leið til Spánar í sumar. (Footybunker.com)

Everton er í bílstjórasætinu í baráttunni um Jay Bothroyd sem er án félags eftir að hafa yfirgefið Cardiff. (Footie-online.co.uk)

Lazio ætlar að reyna að fá Julien Faubert miðjumann West Ham. (Talksport)

Steve Bruce, stjóri Sunderland, ætlar að reyna að fá Wes Brown frá Manchester United. (Daily Mail)

Bolton er að íhuga tilboð í Nacho Novo framherja Rangers. (Talksport)

Steve Clarke, þjálfari Liverpool, segir að liðið þurfi mögulega að byrja tímabilið án Luis Suarez og Lucas. Báðir leikmennirnir eru að fara að spila á Copa America sem klárast ekki fyrr en 24. júlí. Þeir fá síðan smá frí og óvíst er hvort þeir verði með í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar 13. ágúst. (The Sun)

Phil Neville er við það að skrifa undir nýjan samning sem mun halda honum hjá Everton út ferilinn. Þessi 34 ára gamli leikmaður á eitt ár eftir af núverandi samningi sínum. (Daily Mail)
banner
banner
banner