Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 04. júlí 2011 11:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Huntelaar og Schweinsteiger til Man Utd?
Powerade
Kevin Doyle gæti farið til Arsenal.
Kevin Doyle gæti farið til Arsenal.
Mynd: Getty Images
Schweinsteiger er orðaður við Manchester United.
Schweinsteiger er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðrinu á þessum fína mánudegi og að venju er það BBC sem tekur saman.



Manchester City mun kaupa Gael Clichy og Samir Nasri frá Arsenal á samanlagt 27 milljónir punda síðar í vikunni. (Daily Mail)

Nasri og Cesc Fabregas munu óska eftir að fá að yfirgefa herbúðir Arsenal þegar þeir mæta aftur til æfinga eftir sumarfrí í þessari viku. (Daily Telegraph)

Arsenal ætlar að reyna að kaupa Kevin Doyle framherja Wolves á tólf milljónir punda. (Daily Mirror)

Arsenal hefur einnig áhuga á Shay Given markverði Manchester City. Arsenal ætlar að fá Given þar sem að útlit er fyrir að Maarten Stekelenburg sé á leið frá Ajax til Roma. (Footy Bunker)

Sampdoria, sem féll í Serie B í vor, hefur einnig áhuga á Given. (Daily Mirror)

Tottenham vonast til að fá brasilíska framherjann Leandro Damiao frá Internacional og þá hefur félagið einnig rætt við Mirko Vucinic framherja Roma. (The Times)

Tottenham mun fá samkeppni um Eliaquim Mangala varnarmann Standard Liege. Leikmaðurinn hefur einnig verið orðaður við Arsenal, PSG og Lille. (Football 365)

Stoke hefur blandað sér í baráttuna um John O'Shea og Wes Brown varnarmenn Manchester United. (Daily Mirror)

Manchester United hefur gefist upp á að reyna að fá Wesley Sneijder miðjumann Inter og þess í stað ætlar félagið að bjóða 20 milljónir punda í framherjann Klaas-Jan Huntelaar hjá Schalke. (Footy Latest)

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, ætlar að reyna að fá Bastian Schweinsteiger frá FC Bayern á 30 milljónir punda. (Caughtoffside)

Liverpool mun bjóða Tottenham að fá Alberto Aquilani sem hluti af kaupverðinu fyrir Aaron Lennon. (Fantatix)

Liverpool ætlar einnig að gera aðra tilraun til að fá Jose Enrique frá Newcastle eftir að félaginu mistókst að krækja í Gael Clichy. (Footie Online)

Stewart Downing mun í vikunni segja Alex McLeish stjóra Aston Villa að hann vilji fara frá félaginu. Downing vill fara til Liverpool á 20 milljónir punda. (The Sun)

Thomas Hitzlsperger er á förum frá West Ham en hann gæti verið á leið aftur til Aston Villa. Stoke, Fulham og Blackburn hafa einnig áhuga. (The Sun)

Larissa Riquelme, fyrirsæta frá Paragvæ, ætlar að sitja nakin fyrir ef Paragvæ vinnur Copa America. Riquelme sagði það sama fyrir HM í fyrra en þá datt Paragvæ í 8-liða úrslitum. (Daily Mail)
banner
banner
banner